Fara í efni

Fræðslufundir fyrir kúabændur

Lífland hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum á landinu í síðustu viku. Þetta er fimmta árið í röð sem Lífland heldur fræðslufundi af þessu tagi. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við hollenska  fyrirtækið Trouw Nutriton. Dagskrárefni að þessu sinni var „Umbreyting fóðurpróteins í mjólkurprótein – hvaða áhrif hafa gæði gróffóðursins?“. Auk þess var fjallað um niðurstöður heysýna, sem tekin hafa verið í ár af Líflandi og greind af rannsóknarstofunni BLGG í Hollandi. 

Lífland hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum á landinu í síðustu viku.

Þetta er fimmta árið í röð sem Lífland heldur fræðslufundi af þessu tagi. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við hollenska  fyrirtækið Trouw Nutriton.

Dagskrárefni að þessu sinni var „Umbreyting fóðurpróteins í mjólkurprótein – hvaða áhrif hafa gæði gróffóðursins?“. Auk þess var fjallað um niðurstöður heysýna, sem tekin hafa verið í ár af Líflandi og greind af rannsóknarstofunni BLGG í Hollandi. 


Fyrirlestrarnir voru fluttir af Gerton Huisman og Henry T. Weijlen sérfræðingum á sviði fóðurfræði jórturdýra hjá Trouw Nutrition.Fundirnir voru haldnir á Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Flúðum og Hvolsvelli.
Að þessu sinni var kafað nokkuð dýpra í leyndardóma fóðurfræðinnar, heldur en gert hefur verið á fyrri fundum. Var fundarmönnum m.a. sýnt fram á mikilvægi þess að mælieiningingarnar AAT og PBV væru í jafnvægi við samsetningu gróffóðurs og kjarnfóðurs fyrir mjólkurkýr. Þá lögðu fyrirlesararnir áherslu á mikilvægi þess að hvert býli láti greina heysýni og afli sér þannig upplýsingar sem leggja megi til grundvallar frekari ákvörðunum um fóðursamsetningu.