Karfan er tóm.
Lífland og Kornax óska eftir því að ráða öflugan gæðastjóra
06.01.2012
Starfsemi Líflands lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist.
Lífland rekur nýja fóðurverksmiðju á Grundartanga sem framleiðir kjarnfóður sem stenst strangar alþjóðlegar
gæðakröfur auk þessa rekur Lífland verslanir í Reykjavík og á Akureyri.
Kornax er eina hveitimyllan á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í mölun og vinnslu á hveiti og öðrum mjölafurðum
ásamt innflutningi á tengdum vörum. Nánari upplýsingar á www.kornax.is
Starfsemi Líflands lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist.
Lífland rekur nýja fóðurverksmiðju á Grundartanga sem framleiðir kjarnfóður sem stenst strangar alþjóðlegar
gæðakröfur auk þessa rekur Lífland verslanir í Reykjavík og á Akureyri.
Kornax er eina hveitimyllan á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í mölun og vinnslu á hveiti og öðrum mjölafurðum ásamt innflutningi á tengdum vörum. Nánari upplýsingar á www.kornax.is
Fyrirtækin munu flytja í nýjar höfuðstöðvar við Brúarvog á næstu mánuðum.
Helstu verkefni :
- Þróun og viðhald gæðakerfa í samstarfi við aðra starfsmenn
- Úrvinnsla og meðhöndlun gagna úr gæðakerfi
- Vinna við mælingar og úrvinnsla niðurstaðna.
- Innri úttektir og eftirfylgni þeirra.
- Samskipti við opinbera aðila.
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. matvælafræði eða dýralækningar
- Reynsla af sambærilegum verkefnum æskileg
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Frumkvæði og drifkraftur
- Framúrskarandi samskiptahæfni
- Færni í ensku og / eða norðurlandamáli
Umsóknarfrestur er til og með 16. Janúar nk.
Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir, inga@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is