Fara í efni

Lífland styrkir Knattspyrnufélag Árborgar

Lífland hefur gert samstarfssamning við Knattspyrnufélag Árborgar. Með undirritun samningsins mun Lífland styðja við það blómlega starf sem knattspyrnudeildin heldur úti.

Lífland hefur gert samstarfssamning við Knattspyrnufélag Árborgar. Með undirritun samningsins mun Lífland styðja við það blómlega starf sem knattspyrnudeildin heldur úti.

Árborg mun nýta framlagið í uppbyggingu á rekstri félagsins hvað aðbúnað og fagmennsku varðar fyrir unga leikmenn til að eflast sem knattspyrnumenn. Heimaleikir liðsins á Selfossi verða næstu tvö árin í boði Líflands og munu báðir aðilar leitast eftir að gera samstarfið sem árangursríkast á allan hátt. Leikmenn liðsins og þjálfarar munu spila í keppnistreyjum með vörumerki Líflands. 

Lífland opnaði síðastliðið haust verslun á Selfossi sem hefur fengið góðar viðtökur bæjarbúa og íbúa í nærsveitum.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá (f.v.) Arnar Þórisson forstjóra Líflands og Þórarinn Smára Thorlacius frá Knattspyrnufélaginu Árborg fyrir utan verslun Líflands á Selfossi við undirritun samningsins í dag.

Undirritun samnings