Própíonsýruskortur? Magniva Platinum 2 gæti verið svarið!

Bakteríur í stað sýru?

Því miður er útlit fyrir skort á própíonsýru á íslenskum markaði haustið 2021. Própíonsýra er sem kunnugt er afar hentug til að tryggja varðveislu byggkorns og er notuð með góðum árangri hér á landi. Notkun íblöndunarefna sem leggja til sýrumyndandi örverur hefur verið vaxandi á sviði fóðurverkunar en þó einkum í votheyi. Færri hafa reynt notkun bakteríuíblöndunar í korn en slíkt er hins vegar vel gerlegt og þekkt hérlendis.

Magniva Platinum 2 getur verið lausnin

Magniva Platinum 2Magniva Platinum 2 er upphaflega þróað til íblöndunar í vothey en það nýtist einnig vel í korn í meiri styrk og leggur bæði til ein- og fjölgerjandi bakteríustofna sem mynda lífrænar sýrur og efnasambönd sem lágmarka viðgang óæskilegra ger- og myglusveppa. Verkun korns með íblöndunarefnum er aðeins vandasamari en með notkun própíonsýru, en á móti eru íblöndunarefni ekki ætandi eins og própíonsýra og skaðleg búnaði eða þeim sem vinnur með þau.

Hvernig er Magniva Platinum 2 notað í korn?

Við notkun Magniva Platinum 2 í korn er skammtað 5 g/tonn í stað 1 g/tonn í vothey. Þurrefnisinnihald kornsins þarf að vera 60-75% til að tryggja eðlilega virkni efnisins og kornið þarf að valsa fyrir íblöndun. Sé kornið blautara getur þurft að snúa sér að própíonsýru eða reyna að þurrka það lítillega fyrir íblöndun. Sé það á hinn bóginn þurrara en 75% ÞE má bleyta það með meiri vatnsíblöndun þegar íblöndunarefninu er skammtað saman við kornið. Efnið, sem kemur á duftformi í 100 g bréfum, er leyst upp í vatni og þeirri lausn svo blandað í forðatank sem fæðir skömmtunarbúnað, t.d. inn á snigil. Lausnina þarf að nota innan 48 klst frá blöndun. Eftirstöðvar í áteknu bréfi má geyma í vel lokuðum poka í ísskáp eins og lokadagsetning segir til um. 

Gott að hafa í huga

Mikilvægt er að ganga vel frá korninu eftir íblöndun enda þarf að eiga sér stað loftfirrð gerjun og því er lykilatriði að nota poka (t.d. stórar brettahettur/kornhettur) innan í stórsekk sem vandlega er lokað eða með því að pakka stórsekk í rúlluplast eins og sumsstaðar tíðkast. Einnig mætti hugsa sér að ganga frá korninu í stæðu innandyra eða í gámi með undir- og yfirbreiðslu. Æskilegur verkunartími er 4-5 vikur en hægt er að opna stórsekki allt að 3 vikum eftir að sett er í þá.

Listaverð á 100 gramma bréfi af Magniva Platinum 2 er 32.798 m.vsk. Bréfið dugar í 20 tonn af korni. Efnið er til afgreiðslu hjá Líflandi og hvetjum við kornbændur til þess að tryggja sér efnið sem fyrst.

Magniva Platinum 2

 


Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana