Fara í efni

Verslun Líflands flytur eftir 27 ár á Lynghálsi

Lífland flytur verslun sína sem staðsett hefur verið síðustu 27 ár að Lynghálsi í Reykjavík á Korputorg, þar opnum við nýja og glæsilega verslun 21. nóvember næstkomandi.
 
Starfsfólk okkar hefur lagst á eitt við að tryggja að viðskiptavinir geti gengið að sama frábæra vöruúrvali og þjónustu og hefur verið á Lynghálsi. Lífland er þakklát fyrir allar heimsóknirnar og viðskiptin á Lynghálsinn og erum við full tilhlökkunar að taka á móti ykkur í nýrri og stærri verslun á Korputorgi.
 
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að gera ráðstafanir vegna skertrar þjónustu meðan á flutning stendur og tryggja sér nauðsynjavörur. Lokað verður daga 18.-20. nóvember í verslun okkar að Lynghálsi en ný verslun opnar 21. nóvember á Korputorgi.
 
Lífland er stoltur þjónustuaðili við landbúnað og hestamennsku á Íslandi. Í verslunum okkar er að finna fjölbreytt vöruúrval á sviði hestaíþrótta, dýrahalds og útivistar. Einnig stendur Lífland á bakvið vörumerkin KORNAX og Nesbú.
 
Lífland rekur fóðurverksmiðju á Grundartanga. Skrifstofur og lager eru staðsett í Brúarvogi í Reykjavík. Verslanir Líflands eru á Digranesgötu Borgarnesi, Grímseyjargötu Akureyri, Ormsvöllum Hvolsvelli, Efstubraut Blönduósi og Austurvegi Selfossi og nú frá og með 21. nóvember á Korputorgi.
 

Í tilefni af flutningunum hittu blaðamenn Eiðfaxa á Arnar Þórisson, forstjóra Líflands, og ræddu við hann um flutninganna. Viðtalið við hann má horfa á í spilaranum hér að neðan.