Karfan er tóm.
Verslun Líflands opnar á Korputorgi
21.11.2025
Föstudaginn 21. nóvember opnaði Lífland nýja og glæsilega verslun í Reykjavík á Korputorgi. Í nýju versluninni má finna sama góða úrvalið og gott betur af hestavörum, fatnaði, gæludýravörum, landbúnaðar- og rekstrarvörum. Nýja verslunin er mun rúmbetri og bjartari en sú gamla og hönnuð með það í huga að það sé auðveldara að skoða og versla vörur. Við vonum að nýja verslunin falli vel í kramið hjá viðskiptavinum og við hlökkum til að taka á móti ykkkur með bros á vör.
Í tilefni af opnuninni buðum við 20% afslátt af öllum vörum nema af undirburði og hnökkum miðvikudaginn 26. nóvember.
Kíktu til okkar og skoðaðu úrvalið.







