Karfan er tóm.
Áburðarverðskrá Líflands komin í loftið!
Lífland hefur nú birt áburðarverðskrá fyrir vorið 2026! LÍF áburður hefur verið fáanlegur á íslenskum markaði í rúman áratug og fest sig í sessi sem traustur og hagkvæmur valkostur fyrir íslenska bændur. Í samstarfi við Glasson Fertilizers í Bretlandi bjóðum við upp á gott úrval fjölkorna áburðar sem hentar fyrir íslenskar aðstæður. Við þökkum sívaxandi hópi bænda traustið og leggjum metnað í að standa undir því á hverju ári.
Óvissa fram undan
Gengi krónunnar hefur veikst undanfarna mánuði og nýtt CBAM-kerfi ESB, sem tekur gildi um áramót, setur kolefnisálag á innflutning áburðarefna til Evrópu. Þar að auki tóku gildi refsitollar á innflutning áburðar frá Rússlandi og Belarús síðastliðið sumar. Þessir þættir hafa þegar hækkað kostnað á evrópskum mörkuðum, og allt bendir til frekari hækkana eftir áramót.
Því borgar sig að skoða áburðarþarfir og ganga frá pöntunum fyrr en síðar til að tryggja hagstæðustu kjörin.
Hófstillt verðhækkun og nýjar umbúðir
Verð á LÍF áburði hækkar um 2% milli ára vegna erlendra hækkana. Lífland hefur gert framvirka samninga við birgja til að milda yfirvofandi hækkanir eins og kostur er. Nýir, endurbættir stórsekkir með skýrum litakóðum og sérmerktum umbúðum munu einfalda meðhöndlun og tryggja enn skýrari aðgreiningu á vörulínunni.
Hafðu samband við sölumenn okkar í s. 540-1100 eða með því að senda okkur tölvupóst á sala@lifland.is og leitaðu tilboða í þinn áburðarpakka!