Fara í efni

Fréttir

Af hverju þarf að gefa hestum fóður og bætiefni?

Hey eitt og sér nægir oft ekki til að uppfylla allar næringarþarfir hestsins sem þurfa jafnvægi milli orku, próteina, vítamína og steinefna til að viðhalda heilsu, orku og frammistöðu.

Framkvæmdadagar í Líflandi

Dagana 7. - 14. október verðum við í framkvæmdaskapi og því verður 20% afsláttur af fjölda rekstrarvara í öllum verslunum Líflands og vefverslun.

Nýtt frá Kornax - Köku og pönnukökublöndur

Nú er komið á markað úrval af köku- og pönnukökublöndum frá Kornax. Gómsætur og einfaldur kostur fyrir hvert tilefni, en umfram allt heimabakað.

Lífland kaupir verslunarhúsnæði á Blönduósi

Á dögunum var undirritaður samningur um kaup á verslunarhúsnæðinu að Efstubraut 1 á Blönduósi. Húsnæðið er um 750 fermetrar að stærð og hefur hluti þess verið í leigu hjá Líflandi um árabil. Afhending fór fram 1. september.

Útsala í Líflandi

Útsölu Líflands lauk 6. október. 30-70% afsláttur af útsöluvörum. Hestavörur, fatnaður, gæludýravörur og margt fleira á frábærum tilboðum. Komdu við í næstu verslun Líflands, skoðaðu úrvalið og gerðu frábær kaup fyrir veturinn.

Gæludýradagar í Líflandi

Nú eru hafnir Gæludýradagar í öllum verslunum Líflands og standa út mánudaginn 11. ágúst. 20% afsláttur af öllum gæludýravörum. Kíktu við og gerðu frábær kaup.

Verslanir Líflands verða lokaðar alla verslunarmannahelgina

Starfsfólk okkar fær smá frí um verslunar­mannahelgina og því verður lokað laugardag, sunnudag og mánudag í öllum verslunum Líflands. Góða helgi!

Stórglæsilegt fjós á Ytri-Hofdölum

Í síðustu viku var haldið „Opið fjós“ á Ytri Hofdölum. Fjósið er hið glæsilegasta með öllum búnaði sem prýtt getur hátæknifjós. Lífland óskar fjölskyldunni hjartanlega til hamingju með fjósið.

Verðlækkun á kjarnfóðri

Lífland lækkar í dag, 1. júlí, verð á kjarnfóðri allt að 1,5%. Hráefnaverð hefur lækkað síðustu misseri og er þessi lækkun hluti af stefnu fyrirtækisins að viðskiptavinir njóti góðs af lækkunum á hráefnismörkuðum.

Hit-Air uppblásin öryggisvesti fáanleg í Líflandi

Hit-Air vestin blása upp þegar knapi fellur af baki. Vestið er tengt við hnakkinn með ól, við fall losnar það frá og vestið blæs upp á aðeins 0,25 sekúndum og er því fulluppblásið þegar knapinn lendir á jörðinni.