17.12.2013
Tvöfaldur DVD diskur troðinn af efni frá HM í Berlín í sumar. Smellpassar í jólapakkann.
13.12.2013
Landssamband hestamannafélaga og VÍS hafa tekið höndum saman um að auka sýnileika knapa og fáka í svartasta skammdeginu. Verkefnið gengur út á að bjóða sérvalin endurskinsmerki til sölu í tugum verslana um land allt. Til að fyllsta öryggis sé gætt er endurskinið bæði ætlað knapa og hesti þar sem þeir geta orðið viðskila.
03.12.2013
Nú er nýja vetrarlínan frá Mountain Horse komin í verslanir Líflands að Lynghálsi í Reykjavík og Lónsbakka á Akureyri.
27.11.2013
Hið vinsæla Kvennakvöld Líflands verður haldið fimmtudaginn 28. nóvember n.k.
25.11.2013
Bakar þú, eða einhver sem þú þekkir bestu smákökur í heimi? Það er komið að þessum tíma ársins aftur, Smákökusamkeppni Kornax og Gestgjafans!
22.11.2013
Gæludýraeigendur athugið! Við verðum með fría klóaklippingu fyrir hvuttana laugardaginn 23. nóvember nk. milli 13-15.
20.11.2013
Lífland hefur um árabil boðað til bændafunda víða um land og verður þetta ár engin undantekning. Á bændafundunum hefur ýmsum fróðleik verið miðlað til bænda, einkum í sambandi við fóðrun- og aðbúnað mjólkurkúa.
18.10.2013
Mikið hefur verið um hunda- og kattasýningar að undanförnu og hafa starfsmenn Líflands ekki látið sig vanta þar.
02.10.2013
Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri frá og með 1. október. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest
nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna góðrar uppskeru
í Evrópu.
Verðlista kjarnfóðurs má sjá hér fyrir neðan en nánari upplýsingar er að fá hjá sölumönnum Líflands
í síma 540-1100.
Verðlisti kjarnfóðurs 1. október 2013