Fara í efni

Bændur úr vestur-Landeyjum í heimsókn

Bændur úr vestur-Landeyjum komu í heimsókn í fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga í dag.

Bændur úr vestur-Landeyjum komu í heimsókn í fóðurverksmiðju Líflands á Grundartanga í dag. Hópurinn kynnti sér starfsemi verksmiðjunnar og þáði veitingar. 

Lífland hóf framkvæmdir við byggingu nýrrar fóðurverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði í júlí 2009. Ári síðar var fyrsta fóðurframleiðslan keyrð út úr verksmiðjunni. Verksmiðjan er byggð samkvæmt nýjustu kröfum í fóðuriðnaði og er samanburðarhæf við fullkomnustu verksmiðjur sömu gerðar í heiminum.  Framleiðslugetan er 13 tonn af fóðri á klukkustund. Í verksmiðjunni eru 10 síló og flatgeymsla sem rúma samtals 11.500 tonn af hráefni og 52 síló sem rúma 1.500 tonn af  fullunnu fóðri.