Fara í efni

Lífland færist upp í frammistöðuflokk A

Í febrúar 2013 ákvað Matvælastofnun að innleiða kerfi til að áhættuflokka og meta eftirlitsþörf fyrirtækja sem framleiða matvæli úr dýraríkinu eða fóður.

Í febrúar 2013 ákvað Matvælastofnun að innleiða kerfi til að áhættuflokka og meta eftirlitsþörf fyrirtækja sem framleiða matvæli úr dýraríkinu eða fóður.

Frammistöðuflokkarnir eru þrír, A, B og C en öll fyrirtæki byrja í flokki B sem endurspeglar ásættanlegt ástand.

Frammistöðuflokkun fyrirtækja byggir á niðurstöðum úr reglubundnu eftirliti.  Þar eru lagðar til grundvallar ákveðnar forsendur fyrir því hvernig starfsstöðvar færast á milli flokka.

Það er okkur ánægja að tilkynna að Lífland hefur nú færst úr frammistöðuflokki B í frammistöðuflokk A.

Sjá nánar um áhættuflokkun Matvælastofnunar hér (http://www.mast.is/library/Bodberar/AhaettuflokkunMatvaeliurdyrarikinuogfodur20130205.pdf)

Fyrirtæki í frammistöðuflokki A:

Matvælastofnun telur að starfsstöðin viðhafi bestu mögulega starfshætti til að framleiða örugg matvæli eða fóður og því má draga úr magni reglubundins eftirlits.

Kröfur:

Eftirlitsaðili hefur skoðað flestar verklagsreglur fyrir matvæla- og fóðurframleiðslu. Verklagsreglurnar eru vel nýttar í starfseminni og eftirlitsaðili hefur staðfest að farið er eftir þeim.

Framleiðandinn greinir hættur í framleiðsluferlinu og verklaginu. HACCP eða verklag byggt á HACCP er til staðar.

Framleiðandi grípur til aðgerða um leið og vandkvæða verður vart.

Eftirlitsaðili hefur greint einstaka lítilsháttar frávik eða gert smávægilegar athugasemdir í eftirliti.

Framleiðandi gerir úrbætur þegar í stað í kjölfar athugasemda. Athugasemdir endurtaka sig ekki.