Fara í efni

Fréttir

Leovet snyrtivörurnar vinna verðlaun Cavallo tímaritsins

Leovet hestaumhirðuvörurnar voru að vinna verðlaun í neytendakönnun Cavallo tímaritsins sem að er mest selda hestatímarit í Þýskalandi. 

þörf á bætiefnum í fóðurgjöf

Starfsmenn Líflands eru nú í óða önn að taka heysýni hjá bændum, sem greind eru hjá rannsóknarstofunni BLGG í Hollandi. Niðurstöðurnar eru mjög viðamiklar og sýna m.a. stöðu steinefna og snefilefna í heyjum. Þau heysýni sem þegar hafa verið greind, sýna verulegt ójafnvægi í steinefnabúskap heyja og er t.d. Selenskortur áberandi eins og undanfarin ár. Bændur þurfa því að gæta vel að bætiefnagjöf. 

Verðbreyting á kjarnfóðri

Lífland tilkynnir hér með um hækkun á kjarnfóðri.  Hækkunin er á bilinu 4-9%, mismunandi eftir tegundum.

Lagersala

Lagersala Líflands er í nýju lagerhúsnæði að Brúarvogi 1 – 3. Opið verður frá 12:00 til 18:00 virka daga en frá 12:00 til 16:00 á laugardögum (lokað á sunnudögum). Tilefni lagersölunnar er flutningur skrifstofu og lagers frá Korngörðum 5 í Brúarvog 1 – 3. Í boði er fatnaður, reiðtygi, skeifur, járningaáhöld, gæludýravörur, rafgirðingaefni og margt fleira á verulega góðu verði. Nú er um að gera að nota tækifærið og kaupa vörur á verðum sem bjóðast ekki á hverjum degi. Hlökkum til að sjá þig, starfsfólk Líflands.

Nýr framkvæmdastjóri Líflands/Kornax

Guðný Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Líflands/Kornax frá og með 1. september næstkomandi. Guðný lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 með áherslu á stjórnun og rekstur og MBA frá Colorado State University árið 1991.  Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu að baki úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Síðast gegndi hún starfi forstöðumanns gæða- og öryggismála hjá Sjóvá.

Sumarsæla 2012 í Skagafirði

Landbúnaðarsýning og bændahátíð var haldin laugardaginn 25 ágúst Í Reiðhöllinni, Svaðastöðum á Sauðárkróki.

Umfjöllun í Bændablaðinu um framleiðslu á Íslenskum steinbitum

Girðir framleiðir bitana og  við hjá Líflandi, með okkar tengsl  við bændur, sjáum um sölumálin,“  segir Gunnar Már.

Landbúnaðarsýning og handverkshátíð við Hrafnagil í Eyjafirði

Lífland tekur þátt í Landbúnaðarsýningu og handverkshátíð við Hrafnagil í Eyjafirði dagana 10. til 13. ágúst næstkomandi. Við bjóðum Eyfirðinga og aðra gesti velkomna á kynningarbás okkar til skrafs og ráðagerða varðandi vörur og þjónustu Líflands og vonumst til að sjá sem flesta.

Opnunar tímar yfir verslunarmannahelgina

Verslunin Lynghási 3 Föstudagur opið til 19:00 Laugardagur  lokað  Sunnudagur lokað Mánudagur lokað  Verslunin Lónsbakka Akureyri Föstudagur opið til 18:00 laugardagur opið 10:00 til 14:00 Sunnudagur lokað Mánudagur lokað

Nordic Championship for Icelandic Horses 2012