Fara í efni

Fréttir

Lífland lækkar verð á spæni.

  Vegna hagstæðra innkaupa á spæni  lækkar Lífland verðið á 25 kg balla niður í kr. 2.290,- Spónninn er framleiddur hjá Staben í Svíþjóð og er ofnþurkkaður og mjög rakadrægur.  Spónaflögurnar eru ekki of grófar því hentar hann einkar vel sem undirburður undir hross.

Keppnisfatnaður

Lífland hefur á síðustu misserum sótt í sig veðrið í sölu fatnaðar fyrir keppnisfólk í hestamennsku.Bjóðum við nú upp á nokkrar tegundir af hvítum og svörtum stígvélareiðbuxum, með og án stamrar bótar, frá Mountain Horse, Impact og Sonnenreiter. Sonnenreiter hefur nýlega hafið sölu á þunnum softshell buxum sem slegið hafa í gegn í Evrópu og bjóðum við upp á þessar buxur í hvítum og svörtum lit sem stígvélabuxur því að ekki vilja allir klæðast hvítum buxum í keppni.

BÆTIEFNADAGUR HJÁ BÚAÐFÖNGUM.

Tilboðsverð á öllum bætiefnum. Föstudaginn 9. mars ætlar Búaðföng á Hvolsvelli  að halda sérstakan bætiefnadag.   Öll bætiefni frá Líflandi verða þá seld á tilboðsverði. Starfsmenn Líflands verða á staðnum og veita ráðgjöf um val á bætiefnum. Léttar veitingar verða í boði. Allir velkomnir.    

Gæludýradagar

Helgina 24.-25. febrúar verða Gæludýradagar í verslunum Líflands. Meðlimir í Gæludýraklúbbi Líflands fá 20% afslátt af öllum gæludýravörum og Arion Premium fóðrinu vinsæla. Ef þú ert ekki orðinn meðlimur þá getur þú skráð þig með því að smella hér eða í verslunum okkar Lynghálsi og Lónsbakka Akureyri. 

Nafnbreyting á Propeller

Hin áhrifaríka súrdoðavörn Propeller hefur fengið nýtt nafn og heitir nú Pro-Keto. Eiginleikar vörunnar eru alveg þeir sömu og áður. Eins og margir bændur vita, þá er Pro-Keto mjög lystugur vökvi, sem bæði er hægt að gefa með fóðri í kjarnfóðurbás, eða að hella yfir heyið. Reynslan sýnir að Pro-Keto hefur mjög jákvæð áhrif á orkubúskap kýrinnar og styrkir ónæmiskerfið einnig gegn öðrum kvillum en súrdoða, svo sem júgurbólgu, frjósemis- og klaufavandamálum.

Stein- og bætiefnafötur fyrir hesta.

Vorum að fá nýja sendingu af Brighteye stein- og bætiefnafötum fyrir hesta. 20 kg fötur með handfangi. Brighteye föturnar henta afar vel fyrir útigang og reiðhesta á húsi. 2 gerðir í boði, venjuleg hestafata og hestafata með hvítlauk Brighteye bætiefnaföturnar innihalda melassa og ríkulegt magn af nauðsynlegum steinefnum, snefilefnum og vítamínum.Melassinn gerir blönduna lystuga.Brighteye föturnar henta hvort heldur sem er utan eða innan dyra. Sjá nánar smella hér

BREYTING Á AKSTURSKOSTNAÐI

Frá og með 1. febrúar mun gjaldskrá Líflands fyrir akstur innanlands hækka um 9%.  Þessi hækkun er því miður óhjákvæmileg og kemur til vegna ýmissa kostnaðarhækkana sem orðið hafa á síðustu mánuðum.Akstursgjaldskrá Líflands var síðast breytt í febrúarmánuði 2011. Allar nánari upplýsingar veitir:Bergþóra Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri, bergthora@lifland.is, s. 540-1100.   Virðingarfyllst, Lífland

Lífland og Kornax óska eftir því að ráða öflugan gæðastjóra

Starfsemi Líflands lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði og hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist. Lífland rekur nýja fóðurverksmiðju á Grundartanga sem framleiðir kjarnfóður sem stenst strangar alþjóðlegar gæðakröfur auk þessa rekur Lífland verslanir í Reykjavík og á Akureyri.  Kornax er eina hveitimyllan á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í mölun og vinnslu á hveiti og öðrum mjölafurðum ásamt innflutningi á tengdum vörum. Nánari upplýsingar á www.kornax.is