08.02.2021
Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hrímnisfjórgangurinn fór fram á sunnudaginn. Sigurvegari var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir á Þyt frá Stykkishólmi með 6,73 í einkunn.
29.01.2021
Fór fram fimmtudaginn 28.janúar og var það allt hið glæsilegasta. Hægt er að sjá viðtöl við keppendur og keppnina sjálfa inni á www.alendis.tv og úrslitin má sjá hér. Eftir fyrstu keppni er liðið Hestvit/Árbakki í firsta sæti með 54.5 stig.
24.01.2021
Meistaradeild Líflands hefst þann 28. janúar með Fjórgangi í TM Hollinni í Fáki í Víðidal. Öll mótin í vetur verða send út í beinni útsendingu á RÚV 2 þannig að landsmenn geti fylgst með þrátt fyrir áhorfendabann. Þeir sem eru erlendis geta svo náð sér í streymi hjá Alendis TV.
Hægt er að sjá skemmtilegar kynningar á liðunum sem keppa í Meistaradeild Líflands á www.meistaradeild.is og á Facebook síðu Meistaradeildar Líflands
15.12.2020
Lífland hefur undanfarin ár veitt styrk til góðgerðarmála í desember í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. Að þessu sinni var ákveðið annað árið í röð að veita Umhyggju - Félagi langveikra barna Jólastyrk Líflands.
14.12.2020
Föstudaginn 11. desember opnaði Lífland verslun á nýjum stað í Borgarnesi, við Digranesgötu 6.
(Við hliðina á Bónus).
10.12.2020
Verslanir Líflands verða opnar sem hér segir.
09.12.2020
Hreindýrin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík fengu á dögunum aðventuglaðning alla leið frá Finnlandi en Lífland flytur nú sérstaklega inn finnskt kjarnfóður og bætiefnastampa fyrir hreindýr sem ætlað er að styðja við heilbrigði hreindýranna sem þurfa nokkuð sérhæft fóður.
08.12.2020
Vegna flutninga verður verslun Líflands í Borgarnesi lokuð fimmtudaginn 10. desember.
04.12.2020
Í gær, 3. desember, hækkaði verð á öllu fóðri sem Lífland framleiðir. Hækkanirnar eru breytilegar eftir fóðurtegund eða á bilinu 0,7-2,5%.
26.11.2020
Verslun Líflands á Blönduósi opnar aftur eftir breytingar
Nú hefur ný og enn betri verslun Líflands á Blönduósi opnað aftur eftir miklar breytingar undanfarnar vikur. Af því tilefni bjóðum við viðskiptavinum sem eiga leið um Blönduós í dag upp á nýlagað kaffi og konfekt.