28.02.2021
Í mars ætlum við að vera með 20% afslátt af geldstöðuvörum. Við vitum að ef eitthvað tímabil skiptir máli í fóðrun kúa eru það fyrstu 3 mánuðir í lífi kálfs, 8 vikur fyrir burð og 6 vikur eftir burð. Fóðrunin á þessum tímabilum er flókin og mjög ólík
22.02.2021
Munum að endurnýja þá reglulega, jafnvel þó ekki sjái mikið á þeim. Hér má sjá leðbeiningar um hversu oft þarf að skipta út hjálmum svo að þeir séu öruggir og veiti þá vernd sem ætlast er til af þeim þegar á þarf að halda.
19.02.2021
Við viljum styðja við notkun öryggisbúnaðar og bjóðum allt að 20% afslátt af öryggisvörum í verslunum okkar dagana 19.– 27. febrúar.
12.02.2021
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og hestur hennar Óskar frá Breiðstöðum sigruðu Slaktaumatöltið.
Þau voru með nokkuð örugga forystu eftir forkeppni með einkunnina 7,97 og enduðu sem sigurvegarar í úrslitum með einkunnina 8,20.
08.02.2021
Fyrsta mótið í Meistaradeild Líflands og æskunnar, Hrímnisfjórgangurinn fór fram á sunnudaginn. Sigurvegari var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir á Þyt frá Stykkishólmi með 6,73 í einkunn.
29.01.2021
Fór fram fimmtudaginn 28.janúar og var það allt hið glæsilegasta. Hægt er að sjá viðtöl við keppendur og keppnina sjálfa inni á www.alendis.tv og úrslitin má sjá hér. Eftir fyrstu keppni er liðið Hestvit/Árbakki í firsta sæti með 54.5 stig.
24.01.2021
Meistaradeild Líflands hefst þann 28. janúar með Fjórgangi í TM Hollinni í Fáki í Víðidal. Öll mótin í vetur verða send út í beinni útsendingu á RÚV 2 þannig að landsmenn geti fylgst með þrátt fyrir áhorfendabann. Þeir sem eru erlendis geta svo náð sér í streymi hjá Alendis TV.
Hægt er að sjá skemmtilegar kynningar á liðunum sem keppa í Meistaradeild Líflands á www.meistaradeild.is og á Facebook síðu Meistaradeildar Líflands
15.12.2020
Lífland hefur undanfarin ár veitt styrk til góðgerðarmála í desember í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. Að þessu sinni var ákveðið annað árið í röð að veita Umhyggju - Félagi langveikra barna Jólastyrk Líflands.
14.12.2020
Föstudaginn 11. desember opnaði Lífland verslun á nýjum stað í Borgarnesi, við Digranesgötu 6.
(Við hliðina á Bónus).
10.12.2020
Verslanir Líflands verða opnar sem hér segir.