Fara í efni

Fréttir

Svört helgi í Líflandi

Vandaður reiðfatnaður, hesta- og gæludýravörur á tilboði Black Friday helgina 26.-29. nóvember. 20% afsláttur af völdum vörum.

Nýr liðsauki hjá Líflandi

Baldur Örn Samúelsson fóðurfræðingur og Guðbjörg Jónsdóttir nýráðinn sölustjóri eru nýir liðsmenn á landbúnaðarsviði Líflands.

Flutningstilboð á ærblöndum

Frír flutningur á Ærblöndum á stöð hjá Samskipum hvert á land sem er. Minnum einnig á áætlunarferðir Líflands. Gildir til 31. desember 2021 og m.v. að pantaður sé minnst heill stórsekkur eða 12 smásekkir.

Smákökusamkeppni Kornax 2021

Hin árlega smákökusamkeppni Kornax er hafin. Siðasti skiladagur er 17. nóvember. Glæsilegir vinningar.

Verðhækkun á kjarnfóðri

1. nóvember, tekur ný og uppfærð verðskrá fóðurs gildi hjá Líflandi. Verð á fóðri hækkar í öllum tilfellum en breytilega eftir tegundum. Breytingarnar skýrast að mestu vegna erlendra aðfangahækkana.

Framkvæmdadagar

Dagana 29. október til 6. nóvember verðum við í framkvæmdaskapi og því verður fjöldi rekstrarvara á frábærum tilboðum!

Nemakeppni Kornax 2021

Föstudaginn 22. október lauk úrslitum í hinni árlegu Nemakeppni Kornax þar sem nemar í bakaraiðn kepptu sín á milli. Það var hún Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakaríi sem stóð uppi sem sigurvegari, Finnur Guðberg Ívarsson frá Kökulist lenti í öðru sæti og Matthías Jóhannesson frá Passion lenti í því þriðja.

Lífland nýr sölu- og þjónustuaðili GEA Farm Technologies í Noregi

Samkomulag hefur náðst milli GEA Farm Technologies og Reime Landteknikk um að Lífland taki við innflutningi og þjónustu á vörum GEA Farm Technologies í Noregi. Í því skyni hefur Lífland stofnað norskt dótturfélag, Lifland Agri.

Kornax Manitoba hveiti í matvöruverslanir

Kornax Manitoba er nýtt sterkt hveiti sem nýkomið er á markaðinn í 2 kg umbúðum og hentar einstaklega vel í súrdeigsbakstur.

Kadmíum í einni vörutegund áburðar

Við hefðbundna sýnatöku Matvælastofnunar í vor, mældist ein af innfluttum áburðartegundum úr úrvali Líflands yfir leyfilegu hámarki kadmíuminnihalds. Um var að ræða vörutegundina LÍF 26-6+Se, tvígildan, selenbættan NP áburð, en í henni mældist þungmálmurinn kadmíum (Cd) um 90 mg/kg P. Leyfilegt hámark er 50 mg/kg P. Ellefu vörutegundir áburðar voru prófaðar en aðeins LÍF 26-6+Se mældist yfir mörkum. Aðrar tegundir voru vel innan marka hvað leyfilegt kadmíuminnihald varðar. Næringarefnainnihald varanna var innan leyfðra vikmarka.