08.11.2021
Hin árlega smákökusamkeppni Kornax er hafin. Siðasti skiladagur er 17. nóvember. Glæsilegir vinningar.
01.11.2021
1. nóvember, tekur ný og uppfærð verðskrá fóðurs gildi hjá Líflandi. Verð á fóðri hækkar í öllum tilfellum en breytilega eftir tegundum. Breytingarnar skýrast að mestu vegna erlendra aðfangahækkana.
29.10.2021
Dagana 29. október til 6. nóvember verðum við í framkvæmdaskapi og því verður fjöldi rekstrarvara á frábærum tilboðum!
26.10.2021
Föstudaginn 22. október lauk úrslitum í hinni árlegu Nemakeppni Kornax þar sem nemar í bakaraiðn kepptu sín á milli. Það var hún Stefanía Malen Guðmundsdóttir frá Bæjarbakaríi sem stóð uppi sem sigurvegari, Finnur Guðberg Ívarsson frá Kökulist lenti í öðru sæti og Matthías Jóhannesson frá Passion lenti í því þriðja.
11.10.2021
Samkomulag hefur náðst milli GEA Farm Technologies og Reime Landteknikk um að Lífland taki við innflutningi og þjónustu á vörum GEA Farm Technologies í Noregi. Í því skyni hefur Lífland stofnað norskt dótturfélag, Lifland Agri.
21.09.2021
Kornax Manitoba er nýtt sterkt hveiti sem nýkomið er á markaðinn í 2 kg umbúðum og hentar einstaklega vel í súrdeigsbakstur.
06.09.2021
Við hefðbundna sýnatöku Matvælastofnunar í vor, mældist ein af innfluttum áburðartegundum úr úrvali Líflands yfir leyfilegu hámarki kadmíuminnihalds. Um var að ræða vörutegundina LÍF 26-6+Se, tvígildan, selenbættan NP áburð, en í henni mældist þungmálmurinn kadmíum (Cd) um 90 mg/kg P. Leyfilegt hámark er 50 mg/kg P. Ellefu vörutegundir áburðar voru prófaðar en aðeins LÍF 26-6+Se mældist yfir mörkum. Aðrar tegundir voru vel innan marka hvað leyfilegt kadmíuminnihald varðar. Næringarefnainnihald varanna var innan leyfðra vikmarka.
02.09.2021
Haustútsala Líflands er hafin í öllum verslunum Líflands og mun standa allan september. Fatnaður, gæludýravörur, reiðtygi, hjálmar, hestafóður, bætiefni og margt margt fleira á frábærum tilboðum.
26.08.2021
Heysýni og greining þeirra varpa ljósi á gæði og verkun heyja. Þau eru grundvöllur fóðuráætlana sem auðvelda rétt val á kjarnfóðri.
28.07.2021
Útlit er fyrir skorti á própíonsýru í haust. Própíonsýra tryggir varðveislu byggkorns en aðrar aðferðir eru til eins og að nota bakteríur í stað sýru. Jóhannes B. Jónsson ráðgjafi hjá Líflandi fer yfir málið.