Fara í efni

Verðhækkun á kjarnfóðri

Í dag, 3. mars, hækkar verð á flestum tegundum kjarnfóðurs úr framleiðslu Líflands. Hækkanir nema um 1,6-4,9% og eru þær breytilegar eftir tegundum.

Í dag, 3. mars, hækkar verð á flestum tegundum kjarnfóðurs úr framleiðslu Líflands. Hækkanir nema um 1,6-4,9% og eru þær breytilegar eftir tegundum. Undantekning frá þessu eru byggkögglar sem lækka lítillega. 

Hækkanir nú eru tilkomnar vegna áframhaldandi hækkunar á hrávöru til fóðurgerðar og hefur ástand á hrávörumörkuðum síst skánað í ljósi atburða í Úkraínu. 

Uppfærða verðskrá má finna hér. 

Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Jónsdóttir sölustjóri á landbúnaðarsviði í gudbjorg@lifland.is.