Fara í efni

Sigurvegari í Smákökusamkeppni Kornax 2020

Nú er búið að dæma í Smákökusamkeppni kornax og að þessu sinni voru það gómsætar smákökur sem heita Mjúkar Brownie með Dulche de leche en það var hún Margrét Kjartansdóttir sem sendi inn uppskriftina af þeim.
Úrslit í Smákökusamkeppni Kornax 2020
 
Þá liggja úrslit fyrir í Smákökusamkeppni Kornax 2020 en það er orðin partur af jólahefðinni hjá mörgum að taka þátt í henni.
Í ár var hún haldin með rafrænu sniði og sló þátttaka öll með en það bárust í kringum 300 uppskriftir í keppnina.
Rétt í þessu var dómnefnd að skila niðurstöðum fyrir fyrstu þrjú sætin og þær kökur sem eru í
 
1.sæti heita…….
„Mjúkar Brownie með Dulche de leche“ það er hún Margrét Kjartansdóttir sem sendi þá uppskrift inn.
 
2 Sæti
Halldóra Halldórsdóttir með uppskriftina „Moladraumur“
 
3. Sæti
Elísabet Björk Cecchini með uppskriftina „Twix kökur“
 
Innilega til hamingju með þetta! 👏👏👏👏😊
 
Við þökkum öllum sem tóku þátt í keppninni kærlega fyrir þáttökuna! 
 
Hægt er að sjá uppskriftirnar ásamt myndum hér á FB síðu Kornax og á Instagram en þar er einnig hægt að fylgjast með því þegar Sylvía Haukdal bakar þær fimm kökur sem komust í úrslit.