Karfan er tóm.
Jólastyrkur Líflands 2020
15.12.2020
Lífland hefur undanfarin ár veitt styrk til góðgerðarmála í desember í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. Að þessu sinni var ákveðið annað árið í röð að veita Umhyggju - Félagi langveikra barna Jólastyrk Líflands.
Lífland hefur undanfarin ár veitt styrk til góðgerðarmála í desember í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. Að þessu sinni var ákveðið að veita Umhyggju - Félagi langveikra barna Jólastyrk Líflands annað árið í röð.
Hjá Umhyggju er unnið gott starf í þágu barna sem stríða við langvarandi veikindi. Þar starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Í félaginu eru 15 aðildarfélög sem sjá má hér.