Fara í efni

Verðhækkun á kjarnfóðri

Í gær, 3. desember, hækkaði verð á öllu fóðri sem Lífland framleiðir. Hækkanirnar eru breytilegar eftir fóðurtegund eða á bilinu 0,7-2,5%.

Í gær, 3. desember, hækkaði verð á öllu fóðri sem Lífland framleiðir. Hækkanirnar eru breytilegar eftir fóðurtegund eða á bilinu 0,7-2,5%.

Hækkanirnar nú skýrast af erlendum verðhækkunum flestra stærri hráefna. Styrking krónunnar undanfarið kemur aðeins til temprunar á hækkunarþörf en þess ber að geta að sú skarpa styrking sem orðið hefur undanfarna daga kom til í kjölfar þess að síðustu hráefnafarmar voru greiddir.

Nánari upplýsingar veitir Þórunn Marinósdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs í s. 540 1108 eða thorunn@lifland.is.