11.07.2020
Í fréttablaðinu í dag birtist áhugavert viðtal við Jóhannes Baldvin Jónsson deildarstjóra ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi þar sem hann fer meðal annars yfir nýja lausn frá Líflandi sem heitir Vistbót og dregur úr metanlosun jórturdýra.
25.06.2020
Fyrirtækið Lallemand í Kanada hefur framleitt íblöndunarefni í fremstu röð um árabil og er nú að setja á markaðinn nýtt íblöndunarefni fyrir vothey sem ber heitið MAGNIVA Platinum 2.
18.06.2020
Við vorum að fá þennan gullfallega fóðurbíl í vikunni sem leið og mun hann leysa af hólmi eldri fóðurbíl sem hefur þjónustað bændur landsins með prýði undanfarin ár.
18.06.2020
Lífland kynnir Vistbót sem er fyrsta bætiefni sinnar tegundar á Íslandi. Vistbótin er einstök að því leiti að hún dregur úr metanlosun að lágmarki um 10% og bætir nýtingu fóðurs um 6% hjá nautgripum.
10.06.2020
Frá og með miðvikudeginum 10. júní mun allt kúa-, kálfa-, hesta-, svína og sauðfjárfóður verða framleitt í 4,5 mm kögglastærð í fóðurverksmiðju okkar að Grundartanga í stað 6 mm eins og verið hefur.
20.05.2020
Á uppstigningadag verða allar verslanir Líflands lokaðar.
15.05.2020
Toyota á Íslandi býður frábæra kaupauka í sumar, en með hverjum nýjum Land Cruiser fylgir glæsilegt gjafabréf að andvirði 400.000 kr. hjá einhverri af eftirtöldum verslunum – Líflandi, Veiðihorninu eða Ellingsen.
11.05.2020
Fjórða og síðasta mót Meistaradeildar Líflands & æskunnar fór fram í TM höllinni í Víðidal á sunnudaginn. Niðurstöður má sjá hér.
11.05.2020
Stóðhestabókin er lent í Líflandi á Lynghálsi í Reykjavík og við komum þessari vinsælu bók í allar okkar verslanir úti á landi eins hratt og auðið er.
06.05.2020
Í dag 6. maí hækka flestar tegundir fóðurs sem Lífland framleiðir um 1-1,5% vegna veikingar íslensku krónunnar og verðhækkana erlendis.