05.05.2020
Við höfum sett í loftið nýja síðu fyrir áhugasama um GEA innréttingar og mjaltaþjóna inni á FB.
05.05.2020
Það er alltaf nóg af skemmtilegum verkefnum hér í Líflandi. Á laugardaginn var áburðinum landað við Grundartanga í glampandi sól og rjómablíðu. ☀️☀️
28.04.2020
Lífland tekur þátt í risa Heima Pop-Up dagana 2. og 3. maí og verða veglegir afslættir í gangi af útivistarfatnaði og skóm og 20% afsláttur af öllum gæludýravörum í vefverslun.
17.04.2020
Lífland hefur tekið í sölu nýjan íslenskan saltstein frá Kalksalti á Flateyri.
Steinninn sem heitir Kalksaltsteinn hefur þá sérstöðu að vera samsettur úr endurnýttu salti frá fiskverkun og hafkalki frá Bíldudal auk viðbætts A, D og E-vítamíns og selens. Í steininum er einnig melassi sem bindur saman efnið og eykur lystugleika.
08.04.2020
Verslanir Líflands verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa og á annan í páskum. Laugardaginn 11. apríl er opið sem hér segir.
27.03.2020
Nú fer í hönd sá tími ársins þegar mest reynir á ærnar og þegar þær þurfa sem mesta viðbætta orku og prótein til að anna þeim efnaskiptum sem lok meðgöngu og burður útheimtir.
24.03.2020
Vorbæklingur Líflands kemur nú út í þriðja sinn. Í honum er að finna upplýsingar um helstu vörur og þjónustu sem við bjóðum uppá.
23.03.2020
Á síðustu árum hefur Lífland stóraukið úrval sitt á sviði hestafóðurs og bætiefna. Þær lausnir sem bjóðast eru allt frá því að uppfylla almennar þarfir yfir í að nýtast vel þegar glímt er við sértæk vandamál á borð við óstyrkar taugar, orkuvandamál, magavandamál, hófavandamál og annað sem upp getur komið.
16.03.2020
MD Líflands og æskunnar fresta mótum
Í ljósi fordæmalausra aðstæðna sem hafa skapast á Íslandi vegna COVID-19 faraldursins, hefur stjórn Meistaradeildar Líflands og æskunnar tekið þá ákvörðun að fresta þeim tveimur mótum sem eftir eru um óákveðinn tíma.