Fara í efni

Fréttir

Frí klóaklipping fyrir besta vininn á laugardaginn

Gæludýraeigendur athugið! Við verðum með fría klóaklippingu fyrir hvuttana laugardaginn 23. nóvember nk. milli 13-15.

Árlegir Bændafundir Líflands

Lífland hefur um árabil boðað til bændafunda víða um land og verður þetta ár engin undantekning. Á bændafundunum hefur ýmsum fróðleik verið miðlað til bænda, einkum í sambandi við fóðrun- og aðbúnað mjólkurkúa.

Vinningshafar í Arion leik

Mikið hefur verið um hunda- og kattasýningar að undanförnu og hafa starfsmenn Líflands ekki látið sig vanta þar.

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri

Lífland hefur ákveðið að lækka verð á kjarnfóðri frá og með 1. október. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar vegna góðrar uppskeru í Evrópu.  Verðlista kjarnfóðurs má sjá hér fyrir neðan en nánari upplýsingar er að fá hjá sölumönnum Líflands í síma 540-1100.  Verðlisti kjarnfóðurs 1. október 2013

Haustútsala í Líflandi

Nú stendur yfir haustútsala í Líflandi og er stórlækkað verð á völdum fatnaði, hestavarningi, gæludýravörum og mörgu fleira. Kíktu til okkar á Lynghálsi eða Lónsbakka, Akureyri og græjaðu þig fyrir veturinn.

Landsliðið kynnt í verslun Lynghálsi

Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt miðvikudaginn 10. júlí kl. 16:00 í verslun Líflands, Lynghálsi 3. Landsliðið hefur verið í mótun síðustu vikur, eða allt frá úrtökunni sem fram fór um miðjan júní og mun liðsstjórinn Hafliði Halldórsson kynna fullskipað lið á miðvikudaginn kemur.

Vel heppnað opið hús

Föstudaginn 28.6 síðastliðinn var haldin kynning á samstarfi Líflands og Bændaþjónustunnar á Blönduósi. Lífland tók yfir rekstur Bændaþjónustunnar í byrjun mánaðarins og verður starfsemin rekin áfram með sama starfsfólki og svipuðum hætti og áður.

Innköllun á Uvex hjálmum

Þýska fyrirtækið Uvex hefur í kjölfar álagsprófana ákveðið að innkalla Uvex Exxential (áður Uvision) hjálma sem hafa verið seldir í verslunum Líflands.

Þar sem margir staurar koma saman...

... þar er girðing. Kynntu þér girðingaefni Líflands í bæklingnum hjá okkur.

Lífland tekur yfir rekstur Bændaþjónustunnar

Lífland hefur tekið yfir rekstur Bændaþjónustunnar í Skagafirði af Eymundi Þórarinssyni, sem rekið hefur fyrirtækið um árabil. Auk starfsemi Bændaþjónustunnar í Varmahlíð og þjónustu við bændur í Skagafirði hefur verið starfrækt verslun á Blönduósi undir styrkri stjórn Hávarðar Sigurjónssonar.