Fara í efni

Vel heppnað opið hús

Bændaþjónustan Blönduósi
Bændaþjónustan Blönduósi
Föstudaginn 28.6 síðastliðinn var haldin kynning á samstarfi Líflands og Bændaþjónustunnar á Blönduósi. Lífland tók yfir rekstur Bændaþjónustunnar í byrjun mánaðarins og verður starfsemin rekin áfram með sama starfsfólki og svipuðum hætti og áður. Föstudaginn 28.6 síðastliðinn var haldin kynning á samstarfi Líflands og Bændaþjónustunnar á Blönduósi. Lífland tók yfir rekstur Bændaþjónustunnar í byrjun mánaðarins og verður starfsemin rekin áfram með sama starfsfólki og svipuðum hætti og áður.

Sem fyrr segir var til boðað til opins húss hjá Hávarði verslunarstjóra á Blönduósi og var vel mætt. Boðið var upp á léttar veitingar og tilboð á vörum. Verslunin hefur tekið þó nokkrum breytingum og má búast við því að vöruval aukist enn á næstu vikum.

Vörustjórar frá Líflandi mættu á svæðið og fóru yfir vöruframboð Líflands og ræddu við bændur og aðra gesti verslunarinnar. Ekki var annað að heyra á gestum en að þeim lítist vel á breytingar á versluninni og nýja samstarfsaðila þeirra Hávarðar og Eymundar sem rekið hafa Bændaþjónustuna um árabil.

Bændaþjónustan er opin virka daga frá kl 12 - 17 og er staðsett á Efstubraut 1 Blönduósi.

Eymundur sinnir sölu og ráðgjöf til viðskiptavina á svæðinu í góðu samstarfi við verslanir á Blönduósi og Akureyri og söluráðgjafa Líflands á Reykjavíkursvæðinu. Hægt er að ná í Eymund í síma 892-8012.