Fara í efni

Fréttir

Vertu til er vorið kallar

Sáðvörulisti Líflands fyrir vorið 2013 hefur nú verið gefinn út.

Hjálmadagar í verslunum

Eins og fram hefur komið hér á vefnum styður Lífland við átaksverkefni Þórdísar Erlu í hjálmanotkun sem nú er í gangi. Átakið hefur fengið nafnið Klárir Knapar og hefur farið mjög vel af stað og fengið mikla umfjöllun.

Tilboð Mondial hóffjaðrir

Tilboð á fjöðrum í verslunum Líflands. Mondial hóffjaðrir 20% afsláttur. Verð með afslætti kr. 2.396,- pakkinná meðan að birgðir endast.

Lífland styður Klárir knapar

Þórdís Erla stofnaði til átaksins Klárir knapar sem er átaksverkefni í hjálmanotkun og felur í sér áskorun til allra hvort sem áhugamanna, atvinnumanna eða yngri kynslóðarinnar að nota alltaf hjálm. 

Lífland aðalstuðningsaðili Meistaradeildarinnar

Meistaradeildin í hestaíþróttum hófst í Ölfushöllinni sl. fimmtudagskvöld með glæsilegri keppni í fjórgangi. Meistaradeildin er nú haldin í tíunda sinn og líkt og síðustu ár er Lífland annar aðalstuðningsaðila mótaraðarinnar. Meðfylgjandi mynd var tekin á opnunarhátíð deildarinnar þar sem Guðný Benediktsdóttir framkvæmdastjóri Líflands gekk frá samstarfssamningi til næstu tveggja ára.

Ráðgjafi Kerchaert í verlsun Liflands Lynghálsi

Kristinn Bjarni Þorvaldsson ráðgjafi Kerchaert mun aðstoða viðskiptavinum Líflands með val á skeifum  í verslun okkar Lynghálsi 3. Föstudaginn 15 feb.. Kl: 15:00 til 18:00 endilega lítið við.

Sigurvegari Kornax mótsins

Kornax mótinu 2013 - Skákþingi Reykjavíkur lauk í kvöld og fór verðlaunaafhendingin fram í kvöld í Taflfélagi Reykjavíkur. Fidemeistarinn Davíð Kjartansson sigraði með 8 vinninga úr 9 skákum og hlýtur þar með titilinn „Skákmeistari Reykjavíkur 2013“, en hann hampaði titlinum einnig árið 2008.

Miðasala meistaradeildarinnar i verslun Líflands Lynghálsi 3

Forsala aðgöngumiða fyrir fyrsta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum 2013 er hafin. Mótið hefst klukkan 18:30 fimmtudaginn 31.janúar með veglegri opnunarhátíð. Við byrjum á fjórgangi. Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu hestum landsins verði skráðir til leiks.

Gæða Hófhnífar

Járningadeildin er nýbúin að fá hófhnífa sem eru einhverjir þeir allra bestu á markaðinum.Double S eru gæða hófhnífar sem framleiddir eru hjá samnefndu fyrirtæki á Ítalíu. Lífland er með þrjár gerðir Double S hnífa, Double S Classic vinstri, Double S Classic hægri og Double S Classic með lykkjublaði. Þá vorum við að fá Double S De Luxe með lykkjublaði , en þeir eru með títanium blaði. sjá nánar hér

Landsmót 2012 DVD

Í ár samanstendur pakkinn af alls 6 dvd diskum, 4 kynbótadiskum og 2 hápunktadiskum. Líkt og í fyrra verður ekki hægt að kaupa staka kynbótadiska heldur seljast þeir sem einn pakki, allir 4 saman og hið sama gildir um hápunktadiskana. Efnið er allt hið glæsilegasta, tekið upp í HD gæðum og með hljóðgæði sem ekki hafa heyrst áður á diskum sem þessum.  sjá nánar í vefverslun smella hér