Fara í efni

Smákökusamkeppni Kornax 2021

Hin árlega smákökusamkeppni Kornax er hafin. Siðasti skiladagur er 17. nóvember. Glæsilegir vinningar.

Nú er komið að árlegri Smákökusamkeppni Kornax. 

Keppnin hefur slegið í gegn og á hverju ári fjölgar smákökunum sem streyma inn í keppnina. Allir sem senda inn kökur í keppnina fá glaðning frá Kornax og Nóa Sírius.

Kökunum skal skilað inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 17. nóvember.

Verðlaun eru veitt fyrir þrjú fyrstu sætin og eru þau ekki af verri endanum. Sá eða sú sem hreppir fyrsta sætið fær Kitchen Aid hrærivél frá Raflandi í lit að eigin vali, gjafabréf frá Nettó að andvirði 50 þúsund, gistinótt ásamt morgunverði fyri tvo á Hótel KEA, glæsilegan kvöldverð fyrir tvo frá Apótekinu, gjafakörfu frá Nóa Síríus, Nesbú egg og Kornax hveiti.

Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér.