Karfan er tóm.
Nýjasta viðbótin við fóðurbílaflota Líflands
18.06.2020
Við vorum að fá þennan gullfallega fóðurbíl í vikunni sem leið og mun hann leysa af hólmi eldri fóðurbíl sem hefur þjónustað bændur landsins með prýði undanfarin ár.
Nýjasta viðbótin við fóðurbílaflota Líflands
Við vorum að fá þennan gullfallega fóðurbíl í vikunni sem leið og mun hann leysa af hólmi eldri fóðurbíl sem hefur þjónustað bændur landsins með prýði undanfarin ár.
Bíllinn er af gerðinni Mercedes Benz 2658 og er búnaðurinn á honum frá Welgro í Hollandi. Hann er með loftstýrðum lokum sem bílstjórinn getur stjórnað aftan á bílnum og einfaldar þannig vinnu við losun.
Hann er einnig búinn myndavélabúnaði fyrir akstur sem veitir góða yfirsýn og leysir hliðarspegla af hólmi.
Þið verðið eflaust vör við hann á næstu vikum á ferð um sveitir landsins