Karfan er tóm.
Stóðhestabókin 2020 er komin út og fæst í Líflandi
11.05.2020
Stóðhestabókin er lent í Líflandi á Lynghálsi í Reykjavík og við komum þessari vinsælu bók í allar okkar verslanir úti á landi eins hratt og auðið er.
Stóðhestabókin er lent í Líflandi á Lynghálsi í Reykjavík og við komum þessari vinsælu bók í allar okkar verslanir úti á landi eins hratt og auðið er.
Áskrifendur Eiðfaxa fengu með síðasta tölublaði ávísun sem hægt er að skila í verslanir okkar og fá bókina afhenta.
Fátt er meira spennandi fyrir hrossaræktandann en að velja stóðhesta á hryssurnar sínar, nema ef vera skyldi að sjá afraksturinn. Stóðhestabókin hefur í mörg ár verið ómissandi verkfæri ræktandans til að búa til nýjar vonarstjörnur og hefur úrvalið af hátt dæmdum hestum sjaldan verið meira en í bókinni 2020.