16.09.2022
Útsöluvörur eru á lágmarks 30% afslætti og uppúr. Meðan á útsölunni stendur verða fjöldi tilboða á völdum vörum á 15-30% afslætti.
13.09.2022
Haustið er uppskerutími og tími til að draga björg í bú. Í verslunum okkar og vefverslun getur þú fundið úrval vinnsluvöru fyrir sláturtíðina.
06.09.2022
Ný og uppfærð verðskrá fóðurs úr framleiðslu Líflands tekur gildi 6. september.
06.09.2022
Setjum öryggið í forgang, líka fyrir gæludýrin. 20% afsláttur af öryggisvörum fyrir gæludýr 6.-18. september í öllum verslunum Líflands og í vefverslun.
29.08.2022
Þolreiðarkeppni LH, Survive Iceland 2022 er lokið. Lið Líflands með Hermann Árnason í hnakknum bar sigur úr býtum. Keppnin þótti takast vel og við óskum Hermanni innilega til hamingju með sigurinn.
24.08.2022
Hermann Árnason, hestamaður af guðs náð mun keppa fyrir hönd Líflands í Þolreið LH sem fram fer 25.-28. ágúst um Landsveit, Rangárvelli og Fjallabak nyrðra.
18.08.2022
Líkt og undanfarin ár mun Lífland bjóða upp á heysýnatöku og greiningu þeirra í samstarfi m.a við Efnagreiningu ehf. Heysýni gefa upplýsingar um ástand og gæði gróffóðursins, sem er undirstaða fóðrunar á hverju búi.
28.07.2022
Verslanir Líflands verða lokaðar alla verslunarmannahelgina, laugardag, sunnudag og mánudag. Góða helgi.
07.07.2022
Vegna Landsmóts verður verslun okkar á Lynghálsi í Reykjavík lokuð 9.júlí. Allt tiltækt starfsfólk okkar verður í verslun okkar á Landsmóti hestamanna á Hellu. Við vonum að lokunin í Reykjavík valdi ekki óþægindum.
01.07.2022
Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu 3.-10. júlí. Lífland verður á svæðinu með verslun í markaðstjaldinu með gott úrval af búnaði fyrir hross og knapa. Hlökkum til að sjá ykkur!