Fara í efni

GEA valið besta merkið í búnaði fyrir mjólkurframleiðendur

GEA aftur valið besta merkið í Þýskalandi í búnaði fyrir mjólkurframleiðendur.

GEA hefur endurheimt forystu sína meðal kúabænda samkvæmt DLG ánægjuvoginni 2016, en þeir standa fyrir hlutlausum prófunum á landbúnaðartækjum og búnaði. 
 Þetta er niðurstaða DLG eftir könnun sem gerð var meðal 700 bænda í Þýskalandi. Í henni var m.a. spurt um vöruþekkingu, vöruhollustu, frammistöðu og vöruímynd. 
Eftir að niðurstöður voru teknar saman er GEA í efsta sæti ánægjuvogarinnar og valið besta merkið í búnaði fyrir mjólkurframleiðendur.