Fara í efni

Gunnlaugur Arnar sigurvegari Nemakeppni Kornax 2017

Nemakeppni Kornax í bakstri er nú lokið þar sem bakaranemarnir Gunnlaugur Arnar Ingason frá Valgeirsbakarí, Stefán Pétur Bachmann Bjarnason frá Passion og Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir frá Sandholti kepptu til úrslita á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fram fór í Laugardalshöllinni.

Fyrirfram var vitað að keppnin yrði mjög hörð og munaði ekki nema 9 stigum á fyrsta og öðru sæti, en 275 stig voru í boði.

Það var Gunnlaugur Arnar Ingason sem sigraði keppnina.

Frétt á Veitingageiranum