Fara í efni

Sauðfjárbændur athugið! Flutningstilboð á ærblöndum til 1. maí

Nú fer í hönd sá tími ársins þegar mest reynir á ærnar og þegar þær þurfa sem mesta viðbætta orku og prótein til að anna þeim efnaskiptum sem lok meðgöngu og burður útheimtir.

Sauðfjárbændur!

Nú fer í hönd sá tími ársins þegar mest reynir á ærnar og þegar þær þurfa sem mesta viðbætta orku og prótein til að anna þeim efnaskiptum sem lok meðgöngu og burður útheimtir. Kjarnfóðurgjöf á síðustu 2 mánuðum meðgöngunnar getur verið afar mikilvæg ám, enda tekur fóstrið út 80-90% af fósturvextinum á þessu tímabili. Í skýrslu eftir Jóhannes Sveinbjörnsson hjá LbhÍ frá 2017 segir m.a. að vaxtargeta lamba áa sem fengu  kjarnfóður sé um 10% meiri sem skili sér að jafnaði í 1,5 kg þyngra falli dilka.  

Lífland býður upp á tvennskonar kjarnfóðurblöndur fyrir sauðfé. Því til viðbótar flytjum við fóðrið frítt á stöð Landflutninga hvert á land sem er til 1. maí ef pöntuð eru 300 kg eða meira.

Ærblanda
Orkurík hápróteinblanda með 24% próteininnihaldi og 15% fiskimjöli. Blanda sem hentar þegar þörf er á sterku sauðburðareldi.

Meira um Ærblöndu hér.

Ærblanda LÍF
Blanda með 15% próteininnihaldi og 2% fiskimjöli. Blanda sem leggur til góða viðbót umfram gróffóðrið og hentar þegar féð þarf aðeins meira en grunnfóðrið.

Meira um Ærblöndu LÍF hér.

Eigum jafnframt til lífrænt vottaða ærblöndu og Lambablöndu, nýja blöndu í lambféð.

Blöndurnar fást í 25 og 500 kg sekkjum. Stórsekkirnir eru með fjóra hanka sem gerir þá hentuga til að snúast með á lyftaragöfflum. Ærblöndur má einnig fá afgreiddar í lausu samkvæmt samkomulagi.

Kynntu þér kosti Ærblandanna frá Líflandi og tryggðu þér gott fóður fyrir vorið.

Vörurnar má nálgast í verslunum okkar á Hvolsvelli, Borgarnesi, Blönduósi, Akureyri og Reykjavík eða hjá sölumönnum í s. 540-1100 eða í fodur@lifland.is.

Nánar um vörurnar á vef okkar hér.

NÚ Á FLUTNINGSTILBOÐI - FLUTT FRÍTT Á STÖÐ HJÁ LANDFLUTNINGUM HVERT Á LAND SEM ER EF PANTAÐ FYRIR 1. MAÍ EF KEYPT ERU 300 KG EÐA MEIRA!