Fara í efni

Hit-Air uppblásin öryggisvesti fáanleg í Líflandi

Nú er hægt að versla 3 gerðir af Hit-Air öryggisvestum í Líflandi. Hit-Air vestin blása upp þegar knapi fellur af baki. Vestið er tengt við hnakkinn með ól, við fall losnar það frá og vestið blæs upp á aðeins 0,25 sekúndum og er því fulluppblásið þegar knapinn lendir á jörðinni.

Vestin eru hönnuð til að vernda viðkvæmustu svæði líkamans, háls, bak og hrygg. Það er einstaklega hljóðlátt og því minni líkur á að hestur verði var við og fælist þegar vestið er virkjað.

Púff

Vestin ná vel niður fyrir rófubein og eru með sérhönnuðum hálspúða sem dregur úr möguleikum á alvarlegum hálsáverka.

Hit-Air er breskt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í öryggisvestum frá árinu 1998 og vestin þeirra eru margverðlaunuð fyrir öryggi og gæði.

Vestin koma í stærðum XS-L og þið finnið þau í verslunum okkar um allt land og í vefverslun.

 

Öryggisvesti