Fara í efni

Frábæru Landsmóti í Reykjavík lokið.

Landsmóti í Reykjavík lauk sunnudaginn 1. Júlí með mikilli hestaveislu. Hestakosturinn var auðvitað frábær og öll aðstaða og veitingar til fyrirmyndar.

Landsmóti í Reykjavík lauk sunnudaginn 1. Júlí með mikilli hestaveislu.
Hestakosturinn var auðvitað frábær og öll aðstaða og veitingar til fyrirmyndar.

Fjölmargir erlendir unnendur íslenska hestsins settu mark sitt á mótið og ekki spillti veðrið fyrir gleðinni, sól og blíða mestan part móstins. Lífland var með stóran sölubás í markaðstjaldinu og var þar oft líflegt um að litast enda eftir miklu að slæðast í formi frábærra Landsmóts tilboða. Okkur langar að þakka öllum þeim sem að komu til okkar að versla og kasta á okkur kveðju á meðan á mótinu stóð og hlökkum til að sjá ykkur á Landsmóti á Hellu 2014.
Kveðja, starfsfólk Líflands.