Nýtt frá Kornax - Köku og pönnukökublöndur
Nú er komið á markað úrval af köku- og pönnukökublöndum frá Kornax sem við erum virkilega stolt af.
Gómsætur, fljótlegur og einfaldur kostur fyrir hvert tilefni, en umfram allt heimabakað.
Í kökublöndunum erum við með fjórar gerðir af kökum sem munu sóma sér vel á íslenskum kökuborðum. Sjónvarpskaka, Kanilsnúðakaka, Sítrónukaka og Kryddkaka. Krem eða fylling fylgir kökunum og ekki þarf að kaupa það sérstaklega. Svo erum við með tvær gerðir af pönnukökum í "hrista og baka" brúsum þar sem þarf bara að bæta við vatni eða mjólk og hrista til að gera deigið tilbúið. Einfaldara getur þetta ekki verið.
Þessar spennandi vörur eru núna komnar í helstu verslanir Krónunnar.

Sjónvarpskaka
Einstaklega einföld, fljótleg og umfram allt ljúffeng. Kókoskrem fylgir. Bætið við vatni, eggjum, olíu og smjöri
Skoða nánar

Kanilsnúðakaka
Bragðgóð og klassísk. Einnig hægt að gera 8-12 staka kanilsnúða. Bætið við vatni, geri og smjöri.
Skoða nánar

Sítrónukaka
Ferskt sítrónubragð og ljúffeng áferð. Sítrónuglassúr fylgir. Bætið við vatni, olíu og eggjum.
Skoða nánar

Kryddkaka
Mild og mjúk kryddkaka sem er einnig góð sem gulrótarkaka. Krem fylgir. Bætið við vatni, eggjum, olíu og smjöri
Skoða nánar

Klassískar pönnukökur
Þunnar og gómsætar. Eina sem þarf að gera er að bæta við mjólk og hrista. Gerir 10-12 pönnukökur.
Skoða nánar

Amerískar pönnukökur
Einnig hægt að nota sem vöffludeig. Eina sem þarf að gera er að bæta við vatni og hrista. Gerir 10-12 pönnukökur eða 4-5 vöfflur.
Skoða nánar