Karfan er tóm.
Lífland kaupir verslunarhúsnæði á Blönduósi
05.09.2025
Það er okkur hjá Líflandi sönn ánægja að tilkynna að fimmtudaginn 31. júlí var undirritaður samningur um kaup á verslunarhúsnæðinu að Efstubraut 1 á Blönduósi. Húsnæðið er um 750 fermetrar að stærð og hefur hluti þess verið í leigu hjá Líflandi um árabil. Afhending fór fram 1. september.
Með þessum kaupum styrkjum við stöðu okkar á Norðurlandi vestra og búum til betri aðstæður til að efla verslun, þjónustu og samstarf við bændur, fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
Við viljum með þessum kaupum sýna traust okkar til svæðisins og staðfesta vilja okkar til að vera áfram öflugur og áreiðanlegur þjónustuaðili í héraðinu. Lífland sér fram á bæði spennandi tækifæri og skýra vaxtarmöguleika í starfsemi sinni á Blönduósi og nærsveitum.
Við hlökkum til að nýta þetta tækifæri til að styrkja nærveru okkar í samfélaginu og leggja enn frekari hönd á plóginn við að styðja við áframhaldandi vöxt og þróun atvinnulífs á landsbyggðinni.

Á myndinni má sjá frá vinstri Arnar Þórisson forstjóra Líflands og Jóhannes Torfason framkvæmdastjóra Amundakinnar við undirritun samningsins
Mynd: Pétur Friðjónsson
Mynd: Pétur Friðjónsson