ARION Friends

ARION Friends - aðeins það besta fyrir gæludýrið þitt

Við hjá ARION höfum gert það að okkar markmiði að fóðra gæludýrið þitt því við vitum að gott fóður er grundvöllur góðrar heilsu. Sérfræðingar okkar, í samvinnu við rannsóknasetur virtra háskóla hafa þróað heilstætt úrval sem tryggir það besta sem besti vinurinn þarfnast. Tekið er tillit til nýjustu rannsókna og þróanna í samsetningu og framleiðslu gæludýrafóðurs.

ARION er fyrsta dýrafóðrið sem inniheldur málmtengla (chelates). Þessi bætiefni má einnig finna í mat ætluðum í manneldi, en þau auðvelda meðal annars upptöku steinefna í blóðrásinni. Niðurstaðan verður aukinn lífskraftur og öflugri mótstaða.

 Söluaðilar ARION Friends eru:

  • Lífland Lynghálsi 3
  • Garðheimar
  • Gæludýr.is
  • Iceland 
  • Kostur
  • Kassinn, Ólafsvík
  • KM þjónustan, Búðardal
  • Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík
  • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga
  • Verslun Líflands, Blönduósi
  • Verslun Líflands, Akureyri 
  • Búaðföng, Hvolsvelli
  • Ásbúðin, Flúðum
  • Baldvin og Þorvaldur, Selfossi
  • Vélsmiðja Hornafjarðar

Hvað gerir ARION Friends svona sérstakt?

Kraftur úr yukku
Yukka dregur verulega úr óþef af úrgangi hundsins. Þessi kraftur minnkar ammóníak og nitur, sem bæði valda slæmri lykt.

Engin gerviefni í litar eða bragðefnum
Leyndarmálið að baki góða bragðsins af ARION vörunum er einstök blanda vel valinna, náttúrulega innihaldsefna sem eru laus við gerviefni í litar og bragðefnum.

Málmtenglar og þróttur
Málmtenglar eru náttúrulegar sameindir sem styðja við steinefni í matvælum. Líkaminn á auðveldara með upptöku á kopar, járni og sinki sem inniheldur málmtengla. Áhrifin verða betra súrefnisflæði, sem tryggir aftur aukinn þrótt og öflugra ónæmiskerfi. Með öðrum orðum, málmtenglar auka gæði steinefna í fóðrinu mjög mikið.

Lamb/kjúklingur og hrísgrjón
Lambakjöt og kjúklingur eru megin próteingjafar í ARION fóðrinu, með auðmeltum hrísgrjónum að auki. 
Lambakjöt og hrísgrjón er ætlað hundum með viðkvæma meltingu eða með húð og feld vandamál. 
Kjúklingur og hrísgrjón eru auðmelt og ýta undir þéttari hægðir. Kjúklingur er einnig afar lystugur og hundar hreinsa iðulega matardallinn á svipstundu.

Omega-3 og Omega-6
Heilbrigð húð og mjúkur, glansandi feldur eru merki um heilbrigðan hund. Þess vegna bætum við vítamínum, steinefnum og nauðsynlegum fitusýrum við formúlurnar okkar. Kjörin blanda Omega-3 og Omega-6 ómettaðra fitusýra ýta undir heilbrigða húð og fallegan feld. Omega-3 fitusýrur eru einnig undirstaða efnaboðbera. Þetta þýðir að ARION örvar einnig þroska heilans.

Fructooligosakkaríð (F.O.S)
F.O.S eru flókin kolvetni og gríðarlega góð uppspretta næringar fyrir góðu bakteríurnar í maga hundsins, sem bæta mjög þarmaflóruna. Þetta er nauðsynleg aðstoð við meltinguna.

Glúkósamín og chondroitin 
Glúkósamín er náttúruleg amínósýra, sem finna má í miklu magni í liðbrjóski. Það örvar myndun og bata brjósksins og heldur liðum teygjanlegum. Chondroitin er unnið úr hákarlabrjóski. Það er náttúruleg fjölsykra sem kemur í veg fyrir niðurbrot brjósks.

Andoxunarefni
Andoxunarefni hefta sindurefni, draga úr skaðsemi þeirra og vernda þannig frumur líkamans. ARION hundafóðrið inniheldur auka E- og C-vítamín. Þessi náttúrulegu sindurefni hægja á öldrun og hafa jákvæð áhrif á ónæmiskerfi hundsins þíns.

Lesitín
Lesitín er sameind sem hindrar fitu í því að setjast á æðarnar. Lesitín hjálpar líkamanum einnig að melta fitu.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is