Jafnlaunastefna Líflands og Nesbú leggur áherslu á hvernig félagið gætir jafnréttis í ákvörðunum er snúa að launum og að starfsfólk hafi jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Til þess að fylgja eftir jafnlaunastefnu félagsins skuldbindur Lífland og Nesbú sig til að:
- Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og öðlast vottun í samræmi við gildandi lög um jafnlaunavottun.
- Setja fram og rýna jafnlaunamarkmið árlega.
- Greiða laun og hlunnindi í samræmi við hæfnikröfur starfa, ábyrgð og árangur.
- Jafnlaunaviðmið séu málefnaleg og feli ekki í sér beina né óbeina mismunun.
- Allar launaákvarðanir séu gagnsæjar, málefnalegar, skjalfestar, rekjanlegar og í samræmi við jafnlaunakerfi félagsins.
- Bregðast við óútskýrðum launamun með stöðugum umbótum og eftirliti.
- Árlega fari fram launagreining, innri úttekt og rýni stjórnenda.
- Fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
- Birta stefnuna á innrivef og kynna hana öllu starfsfólki.
- Kynna árlega niðurstöðu jafnlaunagreiningar fyrir starfsfólki félagsins.
Jafnlaunastefna félagsins er órjúfanlegur hluti af launastefnu félagsins, gildir frá 2024 og er yfirfarin árlega af mannauðsstjóra og yfirstjórn.