Fáðu Líf í tún og akra
Hjá Líflandi finnur þú gott úrval áburðar fyrir íslenskar aðstæður hvort sem er til túnræktar, í flög og nýræktir eða á kornakurinn.
Smelltu hér fyrir áburðarverðskrá 2023
Full þörf á að panta snemma og tryggja sér áburð
Við hvetjum bændur til að huga fyrr að sínum áburðarkaupum en ella og tryggja sér það magn og tegundir sem óskað er eftir. Til og með 15. febrúar 2023 verður hægt að ábyrgjast framboð allra tegunda en eftir það kann úrvalið að minnka.
Eins og áður er allt úrvalið aðgengilegt á Jörð.is og hægt að vinna áburðaráætlun með Líf áburði Líflands.
Framleiðsla Líf áburðar
Líf áburðurinn er að mestu fjölkorna vara sem framleidd er af Glasson Fertilizers í Bretlandi og uppfyllir evrópska staðla. Líf áburðurinn er framleiddur í blöndunarstöð Glasson í Montrose í Skotlandi þaðan sem honum er jafnframt skipað út. Glasson rekur að auki blöndunarstöðvar í Lancaster, Birkenhead, Goole og Howden. Glasson Fertilizers er dótturfélag bresku landbúnaðarsamstæðunnar Wynnstay Group sem rekur sögu sína aftur til ársins 1917. Glasson Fertilizers hefur verið vaxandi á sviði fjölkorna blöndunar og er í dag annar stærsti aðilinn á breskum markaði og í stöðugum vexti.
Um vöruna:
- Lagt er upp úr að tryggja gott úrval selenbættrar vörur auk þess sem lagt er upp með að hafa gott kalsíumhlutfall í sem flestum tegundum til að draga úr sýringaráhrifum.
- Sterkbyggðir og þolgóðir stórsekkir með þykkum innri poka. skv. BS EN ISO 9001-2000 staðli sem hafa sannað sig við íslenskar aðstæður.
- Allur áburður húðaður með paraffínolíu til að auka flæði og minnka líkur á samloðun
- Áburðurinn er framleiddur skv. staðli um umhverfisstjórnun ISO14001
Leitið tilboða
Endilega kynnið ykkur LÍF úrvalið og verið í sambandi við sölumenn okkar í fodur@lifland.is, í s. 540-1100 eða leitið til starfsmanna okkar í verslunum á landsbyggðinni, þ.e. Hvolsvelli, Selfossi, Borgarnesi, Blönduósi og Akureyri.