Smákökusamkeppni KORNAX 2022

Smákökusamkeppni Kornax 2022

Smákökusamkeppni Kornax 2022 er nú lokið.  Dómnefnd hefur farið yfir þær hátt í 200 innsendingar sem bárust og komist að niðurstöðu. Vinningshafar voru:

1. sæti

Linda Björk Markúsdóttir 
Bestu boltarnir
1. sæti

2. sæti

Carola Ida Köhler
Jólastjörnur
2. sæti

3. sæti

Valdís María Guðmundsdóttir
Dísur
3.sæti

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. 

Hér má skoða uppskriftirnar af vinningskökunum.


 

Smákökusamkeppni Kornax þekkja orðið flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í henni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Þetta árið verður engin breyting á og við hvetjum alla til að taka þátt. Líkt og áður verða vegleg verðlaun veitt fyrir þrjár bestu smákökurnar og að auki fá allir sem senda inn smákökur í keppnina glaðning frá Kornax og Nóa Síríus. 

Öllum áhugabökurum, stórum sem smáum er heimil þátttaka og því upplagt að taka fram gömlu góðu uppskriftirnar hennar ömmu eða mömmu og rifja upp þína uppáhalds smáköku.
Hugsanlega þarf að breyta uppskriftunum eða bæta í þær girnilegu hráefni frá Nóa Síríus sem gerir bara gott betra.

Keppnistilhögun:

  • Allar kökurnar verða að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Nóa Síríus. 
  • Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin.
  • Miða skal við að kökurnar séu ekki stærri en 5 cm í þvermál.
  • Senda skal um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni.  Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal látin fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
  • Allir sem senda inn kökur í keppnina fá glaðning frá Kornax og Nóa Síríus.

Kökunum skal skilað inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 16. nóvember.

Veitt verða vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum

Samstarfsaðilar

1. Sæti

  • KitchenAid hrærivél (Artisan 185 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali.
  • Gjafabréf að upphæð kr. 50.000 frá Nettó
  • Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk Hveragerði
  • Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðinn Apótekið Austurstræti
  • Aðgangur að SkyLagoon – 2xsky miðar
  • Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti í baksturinn

2. Sæti

  • Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó
  • Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Apótekið í Afternoon Tea
  • Aðgangur að SkyLagoon -2xpure miðar
  • Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti í baksturinn

3. Sæti

  • Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó
  • Aðgangur að SkyLagoon -2xPure lite miðar
  • Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
  • Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
  • Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
  • Kornax hveiti í baksturinn


Dómarar :
- Albert Eiríksson - matarbloggari á Albert eldar 
- Þóra Þorgeirsdóttir - sigurvegari keppninnar árið 2021
- Auðjón Guðmundsson - Framkvæmdastjóri Markaðs og sölusviðs Nóa Sírius
- Markús Hauksson bakari og deildarstjóri matvælasviðs Kornax
- Elenora Rós bakari

 Gangi ykkur vel og góða skemmtun!

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Óseyri 1  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana