Smákökusamkeppni Kornax er lokið
Úrslit Smákökusamkepppni Kornax 2023 voru tilkynnt í Bítinu á Bylgjunni föstudaginn 17. nóvember.
Í 1. sæti varð Dagný Marinósdóttir með smákökuna Þriggja setta jól. Í öðru sæti varð Nína Björk Þórsdóttir með Karamellu Nínur og í þriðja sæti varð Baldvin Lár Benediktsson með Brownie karamellutoppar.
>> Hér má sjá uppskriftir og myndir af sigurkökunum.
Við þökkum öllum þeim mikla metfjölda smákökubakara sem tóku þátt að þessu sinni og vonum að allir hafi haft gaman af.
Fyrirkomulag keppninnar
Smákökusamkeppni Kornax þekkja orðið flestir og á mörgum heimilum hefur skapast sú hefð að taka þátt í henni á hverju ári í aðdraganda jólanna. Þetta árið var engin breyting á. Líkt og áður voru vegleg verðlaun veitt fyrir þrjár bestu smákökurnar og að auki fengu allir sem sendu inn smákökur í keppnina glaðning frá Kornax, Nóa Síríus og Nesbú eggjum.
Öllum áhugabökurum, stórum sem smáum var heimil þátttaka.
Keppnistilhögun:
- Allar kökurnar urðu að innihalda Kornax hveiti og vöru frá Nóa Síríus.
- Dæmt var eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn væru einsleit og vel unnin.
- Miðað var við að kökurnar væru ekki stærri en 5 cm í þvermál.
- Senda þurfti um það bil 15 smákökur merktar með dulnefni. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift var látið fylgja með i lokuðu umslagi merktu sama dulnefni.
- Allir sem sendu inn kökur í keppnina fengu glaðning frá Kornax, Nóa Síríus og Nesbú eggjum.
Kökunum þurfti að skila inn á skrifstofu Kornax, Brúarvogi 1-3, fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 15. nóvember.
Veitt voru vegleg verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin frá okkar frábæru samstarfsaðilum
1. Sæti
- KitchenAid hrærivél (Artisan 185 línan) frá Raflandi í lit að eigin vali.
- Gjafabréf að upphæð kr. 50.000 frá Nettó
- Gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Örk Hveragerði
- Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 á veitingastaðinn Apótekið Austurstræti
- Aðgangur að SkyLagoon – 2xsky miðar
- Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
- Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
- Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- Kornax hveiti í baksturinn
2. Sæti
- Gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó
- Gjafabréf fyrir tvo frá veitingastaðnum Apótekið í Afternoon Tea
- Aðgangur að SkyLagoon -2xpure miðar
- Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
- Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
- Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- Kornax hveiti í baksturinn
3. Sæti
- Gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó
- Aðgangur að SkyLagoon -2xPure miðar
- Ostakarfa frá Mjólkursamsölunni
- Glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus
- Hamingjuegg í baksturinn frá Nesbú
- Kornax hveiti í baksturinn
Dómarar :
- Auðjón Guðmundsson - Framkvæmdastjóri Markaðs og sölusviðs Nóa Sírius
- Jóhannes Freyr Baldursson - Deildarstjóri matvælasviðs Kornax
- Linda Benediktsdóttir - Matarbloggari og áhrifavaldur
- Linda Björk Markúsdóttir - sigurvegari keppninnar árið 2022
- Sigmar Vilhjálmsson - athafnamaður og matgæðingur
Kærar þakkir fyrir þátttökuna!