Eplakaka með rúsínum og hnetum
125 gr Kornax hveiti
125 gr sykur
125 gr smjörlíki
4-5 epli (Jonagold t.d.)
kanelsykur
súkkulaðirúsínur
salthnetur
rjómi eða ís.
Afhýðið og sneiðið eplin og leggið í eldfast mót. Stráið kanelsykri og súkkulaðirúsínum yfir. Hnoðið sykri, Kornax hveiti og smjörlíki saman og myljið ofan á súkkulaðirúsínurnar, saxið salthnetur og stráið yfir.
Bakið við 180 gráður í 30-40 mín. Berið fram með þeyttum rjóma eða ís.