Hvítlauksbrauð - glóðað

Hvítlauksbrauð - glóðað

 500 gr Kornax hveiti

2 dl vatn, volgt

30 gr smjör

1 tsk salt

1 stk þurrger, bréf

1 msk steinselja, söxuð

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk pipar svartur nýmalaður

ögn af nýrifnu múskati

 Nuddið saman Kornax hveiti, smjöri og salti í höndunum eða blandið því saman í hrærivél. Bætið við kryddi, því sem hér er talið eða einhverju öðru sem henta þykir. Leysið gerið upp í vatninu, blandið því síðan saman við hveitiblönduna og hnoðið úr því mjúkt deig. Látið deigið lyfta sér undir rakri þurrku á hlýjum stað í 1 klst. Hnoðið deigið aftur, fletjið það og skerið úr því kringlóttar kökur. Pikkið þær með gaffli.

Glóðið kökurnar á smurðri grind við meðalhita í 10 mín. og snúið þeim öðru hvoru.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana