Hvítlauksbrauð - glóðað
500 gr Kornax hveiti
2 dl vatn, volgt
30 gr smjör
1 tsk salt
1 stk þurrger, bréf
1 msk steinselja, söxuð
1 tsk hvítlauksduft
1 tsk pipar svartur nýmalaður
ögn af nýrifnu múskati
Nuddið saman Kornax hveiti, smjöri og salti í höndunum eða blandið því saman í hrærivél. Bætið við kryddi, því sem hér er talið eða einhverju öðru sem henta þykir. Leysið gerið upp í vatninu, blandið því síðan saman við hveitiblönduna og hnoðið úr því mjúkt deig. Látið deigið lyfta sér undir rakri þurrku á hlýjum stað í 1 klst. Hnoðið deigið aftur, fletjið það og skerið úr því kringlóttar kökur. Pikkið þær með gaffli.
Glóðið kökurnar á smurðri grind við meðalhita í 10 mín. og snúið þeim öðru hvoru.