Skilmálar

Skilmálar vefverslunar

Lífland ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, tæknilegra mistaka og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Afhending vöru
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Lífland ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Líflandi og þangað til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Vilji svo til að varan sé ekki til á lager mun sölumaður hafa samband við kaupanda og annað hvort tilkynna um nýjan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna samdægurs.
Af öryggisástæðum er hvorki er hægt að skila né skipta fóðri (lausu og í sekkjum) eftir afhendingu til viðskiptavina. Ef fóður telst sannarlega gallað fæst því skipt í nýtt fóður eða skilað gegn fullri endurgreiðslu .
Athugið að flutningskostnaður er ekki endurgreiddur.
Vöru fæst ekki skilað ef hún er hætt í sölu hjá Líflandi, sérpöntuð eða útrunnin.

Skilafrestur
Kaupandi hefur 30 daga til að skila ógallaðri vöru að því tilskildu að varan sé í söluhæfu ástandi. Söluhæft ástand telst vera að varan sé hrein og í óskemmdum, upprunalegum umbúðum. Sýna skal fram á staðfestingu viðskipta, s.s. greiðslukortayfirliti, staðfestingu netkaupa eða merkingu frá Líflandi. Fyrir skilavöru í söluhæfu ástandi er hægt að fá inneignarnótu eða aðrar vörur í staðinn. Inneignarnóta gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í verslunum Líflands ekki alltaf í vefverslun.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Skilmálar teljast samþykktir við staðfestingu á kaupum í vefverslun.

 

Skilmálar heimaksturs vöru með bílum Líflands

Heimkeyrsluþjónusta á vörum miðast við brettasölu. Lágmarkspöntun er í öllu falli 30.000 kr+vsk. Akstursgjald er 3.700+vsk kr óháð þyngd af öllum vörum nema áburði í stórsekkjum og lausu fóðri sem um gilda sérstakir flutningstaxtar. Um sértilboð kunna að gilda aðrar reglur um akstursgjald og eru slík tilboð kynnt sérstaklega.

Vöruúrval sem í boði er með bílum okkar getur verið breytilegt eftir því hvaðan er afgreitt þar sem sumar endursöluvörur fást eingöngu í einni eða fáum verslunum Líflands. Sölufulltrúar veita nánari upplýsingar um framboð og úrval hverju sinni.

Dreifing afmarkast við póstnúmer 101-371, 500, 531-641 og 800-881 og er samkvæmt áður auglýstum ferðum. Lífland áskilur sér rétt til að fella niður ferðir sé ónóg nýting á þeim og er þá dreifing leyst með öðrum hætti í samráði við viðskiptavini. Einnig er hægt að bregðast við eftirspurn á tilteknum svæðum og skipuleggja sérferðir á svæði sem falla utan skilgreinds þjónustusvæðis og veita sölufulltrúar okkar nánari upplýsingar um þá þjónustu.   

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana