Grillbrauð
6 dl Kornax hveiti
3 dl vatn
50 gr pressuger eða 1 pk. þurrger
2 msk ólífuolía
2 msk Ólífur eftir smekk, saxaðar
2 msk sólþurrkaðir tómatar í olíu, saxaðir
1 tsk sykur
1 tsk salt
Hafið vatnið fingurvolgt. Ef notað er pressuger eru sykur og salt sett saman við vatnið í skál og gerið leyst upp í volgum vökvanum, olíunni bætt út í og loks Kornax hveitinu. Ef notað er þurrger er olían sett út í volgt vatnið í skál, þurrgeri, sykri og salti blandað vel saman við Kornax hveitið og þurrefnunum loks hrært saman við vökvann. Hnoðið deigið þar til það verður slétt og samfellt. Látið deigið í Kornax hveitistráða skál og látið það lyfta sér á hlýjum stað í 1 klst. eða þar til það hefur tvöfaldað umfang sitt.
Hnoðið deigið aftur og skiptið því í tvo hluta. Hnoðið sólþurrkuðum tómötum saman við annan hlutann og ólífum saman við hinn. Skiptið hvorum deighluta í 5-6 hluta og búið til pylsu úr hverjum þeirra sem síðan er vafið utan um grillspjót. Stráið örlitlu Kornax hveiti yfir deigspjótin og látið hvíla í 20 mín. á bakka eða plötu. Raðið deigspjótum á grillið og látið bakast þar til þau eru fallega steikt. Snúið spjótunum nokkrum sinnum þannig að úr verði 3-4 hliðar á hverju brauði.
Bökunartíminn fer eftir glóðarhitanum í grillinu en þau eru fljót að bakast, u.þ.b. 2 mín. á hverri hlið við meðalhita.