Vinningsuppskriftir 2017

 

Úrslit: Smákökusamkeppni KORNAX árið 2017

 

Vinningshafar 2017

 

Vinningshafarnir:
Ástrós Guðjónsdóttir, 1. sæti (til hægri), Valgerður Guðmundsdóttir, 2. sæti (fyrir miðju) og
Sylwia Olszewska, 3. sæti (til vinstri).

 

Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið fastur liður í aðdraganda jólanna hjá Líflandi síðastliðin ár. Frábær þátttaka var í ár og bárust okkur fjölmargar smákökur frá áhugabökurum sem kepptust um bestu jóla smákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og vörur frá Nóa Síríusi. Dómarar í ár voru Albert Eiríksson, Tobba Marínós, Silja Mist Sigurkarlsdóttir og Magnúsína Ósk Eggertsdóttir. Vinningshafarnir hlutu glæsileg verðlaun og viljum við óska þeim innilega til hamingju með sigurinn og þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna!

Dómarar

Dómnefndin: Magnúsína, Tobba, Silja og Albert

 

Vinningshafi að þessu sinni var Ástrós Guðjónsdóttir með smákökur sem hún kallaði Piparsveinar. Sannkallaðar sælgætiskökur, frumlegar með passlega miklum pipar. Í verðlaun fyrir fyrsta sætið var  KitchenAid hrærivél frá Raflandi, gisting í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði á Hótel Selfossi, gjafabréf að upphæð kr. 40.000 frá Nettó, gjafabréf frá veitingastaðnum Bryggjunni Brugghúsi að verðmæti kr. 30.000,  KORNAX hveiti í baksturinn, lífræn frjálshænuegg frá Nesbúi og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.

Annað sæti hlaut Valgerður Guðmundsóttir með Versala kökunum. Alberti fannst hann kominn til Versala þar sem apríkósurnar koma skemmtilega á óvart. Fyrir þessar frábæru kökur fékk Valgerður gjafabréf að upphæð kr. 30.000 frá Nettó, gjafabréf að verðmæti kr. 20.000 frá veitingastaðnum Bryggjunni Brugghúsi, KORNAX hveiti í baksturinn, lífræn frjálshænuegg frá Nesbúi og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.

Í þriðja sæti voru kökurnar Ljós sem hún Sylwia Olszewska bakaði. Saltkaramellufyllingin gerði þær alveg fullkomnar með kaffinu. Verðlaunin fyrir þriðja sæti var gjafabréf að upphæð kr. 20.000 frá Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn, lífræn frjálshænuegg frá Nesbúi og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Síríus.

Hér fyrir neðan má svo sjá uppskriftir þeirra sem lentu í fyrstu þremur sætunum:

 

1 .sæti - Piparsveinar 

1.saeti

Höfundur:  Ástrós Guðjónsdóttir

Uppskrift

Piparkúlukaramella

2 x Pokar piparkúlur frá Nóa Síríus

250 ml  Rjómi

Aðferð:

Setjið piparkúlurnar og rjómann í pott, bræðið saman á miðlungs hita og látið þykkna í pottinum. Það getur tekið nokkrar mínútu.

Mjög mikilvægt er að hræra í pottinum allan tímann, annars er hætta á að karamellan brenni við.

Kælið í ísskáp ca. 4-6 klukkustundir til þess að karamellan nái að þykkna, en ekki lengur svo að hún verði ekki of hörð.

Kókosbotn :

125 gr KORNAX hveiti

125 gr sykur

125 gr kókosmjöl

125 gr smjör v/stofuhita

1 egg

Aðferð:

Öllu er blandað í skál og hrært saman. Gott er að byrja á því að hræra deigið saman í vél og þegar smjörið er byrjað að mýkjast þá er gott að taka deigið upp úr og hnoða það betur saman með höndunum.

Gerið litlar kúlur úr deiginu og fletjið aðeins út , setjið á plötu og inn í ofn.

Kökurnar eru bakaðar við 180°C í 5-7 mínútur (fer eftir þykkt kökunnar).

Þegar botnarnir og karamellan er tilbúin , þá smyrjum við karamellunni á botnana og hjúpum þá með suðusúkkulaði frá Nóa Síríus, einnig er fallegt að nota bráðið hvítt súkkulaði til skreytingar.

 

2. sæti - Versalakökur

2.saeti

Höfundur: Valgerður Guðmundsdóttir

Uppskrift:

2 egg

2 dl sykur

4 dl kókos

½ dl KORNAX hveiti

1 dl möndlur saxaðar m/hýði

1 dl apríkósur saxaðar

Aðferð:

Hitið ofn í 180°C, þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.

Blandið öllum hráefnum saman við með sleikju.

Setjið deigið á plötu með 2 x skeiðum ca. 1 tsk hver kaka.

Bakið í miðjum ofni í 10-12 mínútur.

Ofan á kökur:

150 gr NÓA SIRÍUS hvítir súkkulaðidropar

Aðferð:

Bræðið í vatnsbaði og dreifið hvítu súkkulaði yfir kaldar kökurnar.

 

 

3. sæti - Ljós

3.saeti

Höfundur: Sylwia Olszewska

Uppskrift

113 gr    ósaltað smjör v/stofuhita

2/3 bolli  sykur

1 egg stórt – (aðskilið)

2 msk mjólk

1 tsk vanilludropar

¼ tsk lyftiduft

1 bolli KORNAX hveiti

1/3 bolli Nói Síríus kakó

¼ tsk salt

1 bolli pekanhnetur

Aðferð kökur:

Hrærið smjör og sykur saman í stórri skál á miðlungshraða þar til það er vel blandað og mjúkt.

Bætið eggjarauðu, mjólk og vanilludropum saman við.

Setjið eggjahvítu í sér ílát inn í ísskáp.

Í miðlungsskál hrærið saman KORNAX hveiti, kakói og salti.

Bætið hveitiblöndunni rólega út í smjörblönduna og hrærið vel.

Breiðið yfir deigið og setjið í kæli í ca.1 klukkustund eða yfir nótt.

Hitið ofninn í 180° og setjið smjörpappír á ofnskúffu.

Þeytið eggjahvítur.

Mótið ca. 3 cm kúlur og  dýfið hverri kúlu ofan í eggjahvítu, rúllið þeim svo yfir saxaðar pekanhnetur og setjið á ofnplötu.

Þrýstið létt í miðju hverrar kúlu þannig að það myndast hola í kökurnar.

Bakið í 12-13 mínútur.

Takið úr ofni, þrýstið létt í miðju kökunnar þegar þær eru heitar, getið notað skaft á sleif.

Leggið til hliðar, og þá skal gera karamelluna.

Karamella – uppskrift:

20-25  Nói Síríus töggur ljósar

3 msk þeyttur rjómi

Sjávarsalt (flögur) til að strá yfir.

Aðferð:

Setjið karamellur og rjóma í lítinn pott, bræðið yfir lágum hita.

Hrærið í pottinum allan tímann svo karamellan brenni ekki.

Þegar karamellan hefur þykknað og kólnað, setjið um ½ tsk af karamellu í holu á hverri köku.

Stráið sjávarsalti yfir kökuna eftir smekk og látið karamelluna kólna.

Súkkulaðitoppur uppskrift:

100 gr Nói Síríus suðusúkkulaði

1 tsk kókosolía

Aðferð:
Hitið suðusúkkulaði og kókosolíu í lítilli skál í örbylgjuofni í ca. 1 mínútu.

Takið út og hrærið, setjið aftur inn í örbylgjuofn ef þarf.

Þegar súkkulaði er bráðið setjið það í lítinn plastpoka og klippið lítið gat í hornið á pokanum.

Sprautið súkkulaði yfir kökurnar og látið kólna.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana