Ananas-gulrótarkaka
2 ½ dl sykur
3 egg
0,9 dl súrmjólk
0,9 dl matarolía
1 tsk vanillusykur
2 ½ dl Kornax hveiti
1 tsk lyftiduft
¼ tsk salt
2 ½ dl gulrætur - rifnar
1 ½ dl valhnetur - hakkaðar
lítil dós ananas - kurlaður
1 ½ dl kókosmjöl
Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið svo súrmjólk, olíu og vanillu saman við. Blandið Kornax hveiti, lyftidufti, salti og kanil í skál og bætið svo saman við eggjablönduna. Hrærið vel. Hellið því næst rifnum gulrótum, hökkuðum valhnetum, ananas og kókos ofaná deigið og hrærið vel. Setjið í hringlaga smelluform 22 cm í þvermál. Bakið í 55 mín við 175°C. Þegar kakan er komin úr ofninum er sýrópinu hellt yfir kökuna. Kælið og smyrjið kreminu ofaná.
Sýróp
1,2 dl sykur
0,6 dl súrmjólk
0,6 dl smjörlíki
1/2 msk sýróp
1/4 tsk lyftiduft
1/2 tsk vanillusykur
Setjið sykur, súrmjólk, smjörlíki, sýróp og lyftiduft í pott og hitið til suðu. Látið malla í 4 mín á meðal hita. Takið af hellunni og blandið vanillusykrinum saman við.
Krem
125 g rjómaostur
0,6 dl smjör - mjúkt
225 g flórsykur
1/2 tsk vanillusykur
Hrærið saman smjör og rjómaost þar til blandan er orðin mjúk, bætið sykri saman við í skömmtum. Hrærið þar til kremið er orðið létt.