Brauð með sólþurrkuðum tómötum
8 dl Kornax hveiti
2 dl vatn
7 msk sólþurrkaðir tómatar
1 dl matarolía
1 tsk salt
1 tsk McCormick Garlic and Parsley salt
1 stk þurrgersbréf
Hnoðið allt nema sólþurrkuðu tómatana vel saman. Látið deigið hefast í u.þ.b. 1 klukkustund setjið þá sólþurrkuðu tómatana inn í deigið. Hnoðið vel með tómötunum og mótið brauðið. Penslið með mjólk og stráið McCormick kryddinu yfir.
Bakið neðarlega í ofni við 200°C í 30 mínútur.