Byggbrauð
Uppskriftir úr íslensku Byggi, Kornax heilhveiti og Kornax hveiti
35 gr þurrger
2 dl volgt vatn
3 dl súrmjólk eða ab mjólk
1 msk olía
125 gr Kornax heilhveiti
120 gr byggmjöl frá Þorvaldseyri
340 gr Kornax brauðhveiti (blátt)
1½ tsk salt
50 gr fræblanda (má sleppa).
Leggið 100 gr byggmjöl í bleyti í 1 dl vatn og látið standa í ca 20 mín.
Setjið ger í volgt vatn (1½ dl) og leysið upp, bætið mjólk og olíu saman við og svo þurrefnunum ásamt byggmjölinu (sem búið var að setja í bleyti). Hnoðið saman í ca 5-8 mín., látið standa á borði með klút yfir í ca 10 mín.
Mótið því næst 2 stk brauð úr deiginu og setjið í jólakökuform eða álform, látið hefast undir rökum klút.
Bakið við ca 200°C í 35-40 mín.
Gott ráð í brauðabakstri; þegar brauðið er fullhefað er gott að úða aðeins vatni yfir brauðið áður en það er sett í ofninn, þá fær það betri skorpu.