Kryddaðir Tálknfirðingar í skúffu
225 gr smjör (mjúkt)
200 gr sykur
2 stk eggjahvítur
5 tsk vanilla
0.2 gr kardemommukrydd
0.5 gr allrahandakrydd
250 gr Kornax hveiti
120 gr hakkaðar pekanhnetur
170 gr jarðaberjasulta
Hrærið smjörið þar til mjúkt og loftkennt, bætið sykrinum saman við og bætið svo eggjahvítunum í og hrærið vel saman. Takið eftir að það er ekki lyftiduft, því verðum við að hræra degið vel svo það verði loftkennt til að fá lyftinguna í botnana. Sigtið saman kardemommu, allrahanda og Kornax hveitið og bætið út í smjörblönduna og blandið saman. Að lokum blandið hökkuðu pekanhnetunum í deigið. Setjið helminginn af deiginu á pappír og í ofnskúffu og smyrjið út, því næst sprautið þið jarðaberjasultunni með sprautupoka eða kramarhúsi jafnt yfir. Smyrjið svo restinni af deiginu yfir allt.