Gæðastefna

Tilgangur

Að marka stefnu Líflands í gæða- og matvælaöryggismálum

Umfang

Stefnan nær til allrar starfsemi Líflands.

Ábyrgð

Stjórn markar stefnuna og samþykkir. Forstjóri er ábyrgur fyrir því að stefnan sé rétt hverju sinni og að henni sé fylgt. Mannauðs- og gæðastjóri ber ábyrgð á að starfsmenn fyrirtækisins þekki stefnuna og framfylgi henni.

Skuldbinding æðstu stjórnenda og stöðugar umbætur

Stefna Líflands er að tryggja viðskiptavinum sínum aðgang að öruggum, heilnæmum og ósviknum matvælum sem eru unnin í samræmi við opinberar kröfur, lög og reglugerðir sem eru gildandi hverju sinni um framleiðslu matvæla.

Í þeim tilgangi vinnur Lífland með skipulögðum hætti að eftirfarandi áherslu- og starfsþáttum:

  • Stöðugum umbótum á gæða- og matvælaöryggismenningu fyrirtækisins.
  • Vinnslu á korni og framleiðslu á kornvörum og hveiti til manneldis í hveitimyllu.
  • Vinnsla á hráefnum og fóðurframleiðsla í fóðurverksmiðju.
  • Stöðugu gæðaeftirliti og rannsóknum.

Stöðugar umbætur á gæða- og matvælaöryggismenningu fyrirtækisins

Til að tryggja stöðuga jákvæða þróun á gæða- og matvælaöryggismenningu fyrirtækisins gera starfstöðvar árlega áætlun um umbætur á gæða- og matvælaöryggismenningu og setja sér mælanleg markmið til að fylgja eftir áætlununum. Gæðastjórnun Líflands er samstarfsverkefni alls starfsfólks fyrirtækisins og lögð er áhersla á hvatningu, þjálfun, gott upplýsingastreymi og að skapa góðan vinnustað.

Gæðakerfi

Fyrirtækið setur upp, þróar og rekur gæðakerfi sem byggir á  ISO 9001 staðlinum og FSSC 22000 staðlinum.  Eftirlitskerfi í fóðurverksmiðju og hveitimyllu er skv. HACCP kerfinu.  Forstjóri tilnefnir aðila til að veita gæðakerfinu forstöðu.

HACCP kerfið er  reglulega tekið út af óháðum utanaðkomandi aðilum, ekki sjaldnar en 1 sinni á tveggja ára fresti.  Einnig skulu gerðar innri úttektir, ekki sjaldnar en einu sinni á ári, til að fylgjast með fylgni við verklagsreglur og skoða tækifæri til úrbóta.

Úttektarniðurstöður eru yfirfarnar og  viðbrögðum við frávikum og athugasemdum fylgt eftir. Niðurstöður úttekta eru kynntar ábyrgðaraðilum með rekjanlegum hætti.

Ef tilefni er til skal  skrifa frávikaskýrslu um það sem út af bregður, vista hana á aðgengilegum stað og  gera breytingar á verklagi og  verklagsreglum í samráði við ábyrgðaraðila eftir því sem við á.

Gæðaeftirlit

Til að skapa góðan grundvöll að traustum starfsþáttum er reglubundið fylgst með hverjum þætti virðiskeðjunnar, allt frá hráefnaframleiðendum og birgjum til fullunninnar vöru sem tilbúin er til afhendingar til neytenda. Til að ná þessum markmiðum tryggir Lífland:

  • Að til staðar sé gæðakerfi sem byggir á HACCP og FSSC 22000 staðlinum
  • Að góð þekking starfsfólks sé til staðar innan fyrirtækisins og reglubundin endurmenntun á sérsviði eftirlits og rannsókna fari fram.

 

Mælikvarðar í framleiðslu

Mælingar sem sýna fram á jákvæða þróun í gæða- og matvælaöryggismenningu fyrirtækisins eru

  • Fjöldi neytendaábendinga (kvartanir)
  • Fjöldi viðskiptamannaábendinga
  • Fjöldi þjónustufrávika ( t.d. röng afhending til viðskiptavina)
  • Frávikaskráningar, meðhöndlun og eftirfylgni
  • Frávik úr ytri úttektum
  • Mælingarniðurstöður
  • Ánægja starfsfólks
  • Ánægja viðskiptavina

 

Gæðaráð

Í fyrirtækinu er starfandi HACCP teymi sem jafnframt er gæðaráð.  Eitt teymi er fyrir fóðurframleiðslu og annað fyrir hveitiframleiðslu.

Gæðaráð kemur saman a.m.k. 4 sinnum á ári og alltaf þegar breytingar eru gerðar á framleiðsluferlum  eða kröfur til vinnslunnar breytast. Haldnar eru fundargerðir þar sem fram kemur umræðuefni og helstu niðurstöður.

Meðal verkefna gæðaráðs er að:

  • rýna helstu niðurstöður ytri og innri úttekta
  • rýna endurgjöf frá viðskiptavinum
  • endurskoða hættugreiningar
  • meta stöðu forvarna og úrbóta
  • stofna til aðgerða til að fylgja eftir fyrri rýni gæðaráðs
  • fylgjast með breytingum sem gætu haft áhrif á gæðastjórnunarkerfið
  • koma með tillögur að umbótum á gæðakerfinu
  • yfirfara reglulega skipulag fyrirbyggjandi aðgerða í fyrirtækinu s.s. þörf fyrir fræðslu starfsmanna, þrif og þrifaáætlun, viðhaldsmál, öryggismál o.fl.

 

Stýring skjala og gæðaskráa

Stýra skal útgáfu á  gæðaskjölum og skrám og gera aðgengileg þeim sem hafa þörf á gögnunum og leyfi til annars vegar að skoða þau og hins vegar að uppfæra þau.  Gæðahandbókin er aðeins til á rafrænu formi og er vistuð í CCQ. Þar er að finna öll skjöl sem eru í gildi.  Þar kemur fram útgáfunúmer skjals og fyrri útgáfur eru rekjanlegar. 

Eftirlitsgögn gæðakerfis skulu varðveitt.  Öll skráning er gerð á númeruð eyðublöð.  Gögnin (útfyllt eyðublöð) eru geymd á hverri starfsstöð fyrir sig og síðar vistuð í gæðahandbók.

 

Endurskoðun

Stefnuna skal endurskoða árlega og oftar ef þörf krefur til að tryggja að hún samrýmist markmiðum með rekstri Líflands. Að lokinni endurskoðun leggur gæðaráð hana fyrir stjórn til samþykktar. Forstjóri samþykkir hana til útgáfu í gæðahandbók  í framhaldinu.

 

Stefnan var endurskoðuð og samþykkt af stjórn Líflands dags 23.03.2023

 

 

 

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstabraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5 | 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogur 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana